Forsetinn glæsilegur í fyrsta sokkaparinu

Guðni Th. Jóhannesson í fyrstu Mottumarssokkunum.
Guðni Th. Jóhannesson í fyrstu Mottumarssokkunum. Samsett mynd

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók í dag á móti fyrsta parinu af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar Mottumars, árlegu árvekni- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélagins tileinkuðu krabbameinum hjá körlum. 

Forsetinn hefur sýnt verkefninu ómetanlegan stuðning allt frá 2018 þegar fyrstu sokkarnir voru framleiddir.

Yfirskrift átaksins í ár er „Ekki humma fram af þér heilsuna“ og vísar til þess að nýleg rannsókn Krabbameinsfélagsins sýndi fram á að karlmenn sem greindust með krabbamein eftir að hafa fundið fyrir einkennum biðu margir í langan tíma með að leita til læknis.

Hönnun sokkanna er breytileg ár frá ári og eiga fatahönnuðurinn Rakel Sólrós Jóhannsdóttir og grafíski hönnuðurinn Þórdís Claessen hjá 66°Norður heiðurinn að þeim í ár. Sala sokkanna er burðarliður í fjáröflun fyrir öflugt rannsókna- og forvarnarstarf og mikilvæg verkefni í þágu einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandenda þeirra, en starfsemi Krabbameinsfélagsins byggir alfarið á styrkjum einstaklinga og fyrirtækja.

Krabbameinsfélagið er afar þakklátt forsetanum fyrir aðstoðina við að vekja athygli á mikilvægi þess að karlmenn hugi að heilsunni og dragi það ekki að leita til læknis séu þeir með einkenni.

Sokkarnir koma í sölu á morgun, 9. mars á hátt í 400 sölustöðum um land allt og í vefverslun Krabbameinsfélagsins.  

Rakel, Halla, Guðni og Þórdís.
Rakel, Halla, Guðni og Þórdís.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál