Óþekkjanleg á dreglinum

Mindy Kaling klæddist hvítum kjól frá Vera Wang á Óskarsverðlaunahátíðinni …
Mindy Kaling klæddist hvítum kjól frá Vera Wang á Óskarsverðlaunahátíðinni og glitrandi kjól frá Prabal Gurung í eftirpartíi Vanity Fair. Samsett mynd

Leikkonan Mindy Kaling geislaði þegar hún mætti í partí Vanity Fair eftir Óskarsverðlaunahátíðina á Los Angeles á sunnudagskvöld. 

Kaling skipti úr glæsilegum Vera Wang-kjól yfir í glitrandi gullkjól frá indverska hönnuðinum Prabal Gurung. Með henni í för var leikarinn og góður vinur hennar D. J. Novak.

Leikkonan hefur grennst mikið á síðustu árum en hún ákvað að breyta um lífsstíl eftir að hún eignaðist sitt annað barn í september árið 2020. 

Svelti sig ekki

Útlit Kaling á dreglinum fyrir partíið vakti athygli á samfélagsmiðlum og höfðu aðdáendur hennar áhyggjur af því að hún væri farin að taka sykursýkislyfið Ozempic, sem stundum hefur verið „töfralyfið“ í Hollywood. 

Kaling hefur sjálf sagt í gegnum árin að hún svelti sig ekki til að léttast, en hún hefur misst um 18 kíló á síðustu árum. Það hafi heldur ekki hentað henni að fara á eitthvað ákveðið mataræði heldur fór hún að borða minna af því sem hún borðaði. 

Kaling var stórglæsileg á sunnudagskvöld.
Kaling var stórglæsileg á sunnudagskvöld. AFP/Amy Sussman
B.J. Novak og Kaling.
B.J. Novak og Kaling. AFP/Amy Sussman
Kaling var fyrst í kjól frá Vera Wang.
Kaling var fyrst í kjól frá Vera Wang. AFP/Arturo Holmes
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál