Í 26 ára gömlum kjól af mömmu

Mæðgurnar Salma Hayek og Valentina Pinault.
Mæðgurnar Salma Hayek og Valentina Pinault. AFP/Frederick J. Brown

Hin 15 ára gamla Valentina Pinault mætti með móður sinni, leikkonunni Sölmu Hayek, á Óskarsverðlaunahátíðina á sunnudagskvöld.

Hin unga Valentina var í gömlum kjól af mömmu sinni, kjól sem er í raun 11 ára gömul en hún sjálf. 

Mæðgurnar voru í stíl, Hayek í rauðappelsínugulum glitrandi kjól og Valentina í rauðum kjól. Kjóllinn sem Valentina klæddist er frá Isaac Mizrahi en Hayek klæddist honum fyrst árið 1997. 

Þá mætti hún á Fire & Ice góðgerðarkvöld á vegnum Revlon/UCLA-stofnunarinnar sem rannsakar brjóstakrabbamein. 

Að þessu sinni á Óskarnum var Hayek í kjól frá Gucci. 

Hayek í Gucci og dóttir hennar í Isaac Mizrahi.
Hayek í Gucci og dóttir hennar í Isaac Mizrahi. AFP/Mike Coppola
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál