Tvisvar á Óskarnum í sama kjólnum

Gamanleikkonan Rebel Wilson á Óskarsverðlaununum 2023
Gamanleikkonan Rebel Wilson á Óskarsverðlaununum 2023 AMY SUSSMAN

Ástralska leikkonan, Rebel Wilson var öll hin stórglæsilegasta þegar hún mætti á rauða dregilinn á Óskarsverðlaununum, ásamt unnustu sinni, Ramónu Agruma. Wilson klæddist kjól sem hún hefur klæðst áður, hannaður af Jason Wu. Hún mætti í einum og sama kjólnum á hátíðina árið 2020, þar sem hún steig á svið sem kynnir og einnig í Vanity Fair partýið að hátíðinni lokinni. 

Aðdáendur Pitch Perfect stjörnunnar voru fljótir að hrósa henni hástert á samfélagsmiðlum, bæði fyrir það að endurnýta kjólinn og sömuleiðis fyrir að sýna jákvætt fordæmi. 

Wilson tók sig til í nóvember 2020 og hóf það sem hún kallaði „ár heilsunnar“ og endaði á því að missa um 30 kg. Hún vildi léttast til þess að auka möguleika sína á því að ganga með barn. Wilson endaði þrátt fyrir það á að eignast dóttur, Royce Lillian með hjálp staðgöngumóður. 

Það er óljóst, hvers konar breytingar þurfti að gera á kjólnum en sama hvað þá var Wilson jafnglæsileg í þessari Jason Wu hönnun, 2020 og 2023.  

View this post on Instagram

A post shared by Rebel Wilson (@rebelwilson)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda