Ragna Hlín húðlæknir ljóstrar upp leyndarmálunum

Ragna Hlín Þorleifsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni.
Ragna Hlín Þorleifsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni. Ljósmynd/Helgi Ómarsson

Ragna Hlín Þorleifsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni og stjórnandi Húðkastsins hugsar vel um húðina án þess að nota of margar húðvörur. Sjálf fer hún reglulega í laser til þess að hressa upp á húðina. 

Hvað gerir þú til þess að hugsa sem best um húðina?

„Hvar á ég að byrja? Þetta er efni sem ég þreytist seint á að ræða enda er ég húðlæknir með ástríðu fyrir fallegri og heilbrigðri húð. Í fyrsta lagi og það sem skiptir mestu máli er að ég nota sólarvörn SPF50 daglega, allan ársins hring. Útfjólubláir geislar sólarinnar valda 80-90% af öldrun húðarinnar, brjóta niður kollagen og elastín, valda litabreytingum og æðasliti. Í öðru lagi vanda ég valið á þeim vörum sem ég set á húðina og nota nokkrar lykilvörur sem ég veit að hafa staðfesta virkni. Í þriðja lagi fer ég reglulega í húðdekur hjá Laufeyju á snyrtistofunni Lailu á Seltjarnarnesi og síðast en ekki síst reyni ég að fara reglulega í kollagenörvandi meðferðir hjá laserskvísunum okkar á Húðlæknastöðinni. Í uppáhaldi er Fraxel Pro-laserinn sem bæði örvar bandvefsfrumurnar í leðurhúðinni til að mynda meira kollagen og elastín og vinnur á yfirborði húðarinnar til að bæta áferð húðarinnar.“

Hvernig er dagleg húðumhirða hjá þér?

„Ég trúi á einfalda húðumhirðu með fáum, en vel völdum vörum. Sem húðlæknir skoða ég einnig vandlega innihaldsefni í vörum og vil að rannsóknir liggi að baki þeim innihaldsefnum sem ég nota. Á morgnana nota ég andoxunardropa með C-vítamíni, E-vítamíni og Ferrulic-sýru frá SkinCeuticals. Síðan nota ég Daily Moisture-rakakrem og enda á því að setja litaða sólarvörn með SPF50, (Mineral Radiance UV Defense) sem ég blanda með Watermelon Glow Niacinamide Dew Drops frá Glow Recipe, sem er leynitrixið mitt. Þessi blanda gefur þennan heilbrigða gljáa í húðina sem ég sækist eftir.

Á kvöldin hreinsa ég húðina með olíuhreinsi frá Angan Skincare sem lyktar guðdómlega og nær burtu öllum óhreinindum og snyrtivörum. Það er misjafnt hvaða vörur ég nota á kvöldin en ég hrifin af því að skiptast á að nota nokkrar húðvörur. Þannig að sum kvöld nota ég eingöngu rakakrem, en um það bil tvisvar í viku nota ég ávaxtasýrunæturkrem sem heitir SkinCeuticals Glycolic 10 Renew Overnight. Ég er svo nýlega farin að prófa Artic Youth Face Oil-andlitsolíuna frá Angan Skincare og hún lofar góðu. Ég er með frekar viðkvæma húð og get því miður ekki notað retinól reglulega en geri það af og til.“

Hvað er að finna í snyrtibuddunni þinni?

„Í snyrtibuddunni minni er að finna púður,hyljara, augnblýant, augabrúnagel og augnskugga fráCharlotteTilbury. Eftir að ég kynntist snyrtivörunum hennarCharlotte hef ég keypt fátt annað. Hún er með svo fallegarlitapalettur og mjúka og hlýja tóna sem mér finnst henta minni húð svo einstaklega vel. Einnig leggur hún mikið upp úr ljóma í húðinni, sem ég elska. Í snyrtibuddunni er einnig að finna besta augnhárabrettara í heimi fráShiseido,Guerlain-maskara, frábæran kremkinnalit fráWestmanAtelier, gloss fráMakeupByMario ogAquaphor-varasalva. Auk þess er IlmvatniðBlanche fráByredo í snyrtitöskunni.“

Ragna Hlín er sérfræðingur í að meðhöndla fólk með rósroða.
Ragna Hlín er sérfræðingur í að meðhöndla fólk með rósroða.

Hvernig farðar þú þig dagsdaglega?

„Dagsdaglega nota ég frekar lítið af snyrtivörum og legg áherslu á heilbrigða, ljómandi húð. Ég nota Mineral Radiance-sólarvörnina sem grunn því hún er með lit. „Ég er lítið fyrir að nota farða nema við sérstök tilefni. Síðan set ég hyljara á nokkra staði og létt púður eingöngu yfir nef og höku en sleppi kinnum og enni því þar má gljáinn alveg koma fram. Ég nota síðan alla jafna smá kinnalit, maskara og augabrúnagel. Ef ég er í stuði set ég einnig brúnan augnblýant.“

Hvert er besta förðunarráð sem þú hefur lært?

„Að draga úr púðurnotkun og leyfa ljóma húðarinnar að njóta sín. Smá kinnalitur gerir allt betra. Einnig að setja augnblýant inn í vatnslínuna meðfram efri augnlokum.“

Áttu þér uppáhaldssnyrtivöru?

„Charlotte Tilbury Brow Fix er nauðsynlegt fyrir augabrúnirnar og góður maskari. Mér finnst ég alltaf líta út fyrir að vera nývöknuð ef ég er ekki með maskara.“

Hvað myndir þú aldrei bera á húðina?

„Það eru nokkrir hlutir sem ég myndi aldrei nota á húðina mína. Ég myndi aldrei nota skrúbb eða kornamaska. Það eru til mun betri leiðir til að losa dauðar húðfrumur og gefa ljóma og gljáa í húðina. Að skrúbba húðina er ertandi og getur orsakað meiri vandamál. Ég myndi heldur ekki nota sólarvörn með minni vörn en SPF30 því rannsóknir hafa sýnt að vörn undir 30 er ófullnægjandi til að verja okkur gegn uppkomu húðkrabbameina. Fyrir utan alla þá ótímabæru öldrun húðarinnar sem orsakast af útfjólublárri geislun. Ég myndi heldur ekki bera vaselín yfir allt andlitið á mér, eða „slugging“ eins og það kallast erlendis, eins og hefur verið vinsælt undanfarið.“

Hvert er besta fegurðarráð allra tíma?

„Ef ég ætti að nefna eitt fegurðarráð þá væri það að sjálfsögðu að nota sólarvörn alla daga ársins. Það er lykillinn að því að hægja á öldrun húðarinnar, og þó áhrifin séu ekki áberandi samdægurs þá verða þau augljós þegar fram líða stundir. Jafnframt vil ég nefna nokkra augljósa þætti sem okkur hættir mörgum til að vanrækja. Það er nægur svefn, hreyfing, hollur matur, reykja ekki, áfengi í hófi og að drekka nóg af vatni. Allir þessir þættir stuðla að þessum náttúrulega ljóma húðarinnar sem við flest sækjumst eftir,“ segir hún.

Ragna Hlín Þorleifsdóttir og Ale Sif förðunarfræðingur verða með námskeið …
Ragna Hlín Þorleifsdóttir og Ale Sif förðunarfræðingur verða með námskeið í MakeUp Studio Hörpu Kára 22. mars. Þar kennir Ragna Hlín fólki að meðhöndla rósroða og Ale Sif gefur förðunarráð. Ljósmynd/Helgi Ómarsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál