Lætur minnka brjóstin og rassinn

Blac Chyna hefur nú látið minnka bæði brjóstin á sér …
Blac Chyna hefur nú látið minnka bæði brjóstin á sér og rassinn. Skjáskot/Instagram

Fyrirsætan Blac Chyna tilkynnti fylgjendum sínum á Instagram að hún hefði farið í aðgerð þar sem hún lét minnka bæði brjóstin á sér og rassinn. Hún segir aðgerðina vera mikilvægan hluta af ferðalagi sínu að bættu lífi.

Chyna deildi myndskeiðum frá ferlinu á Instagram. Hún segist hafa látið fjarlægja sílikon úr rassinum á sér og útskýrði að hún hafi aldrei farið í brasilíska rasslyftingu (BBL) heldur hafi hún einungis notast við sílikonsprautur, sem hún sjái eftir í dag. 

View this post on Instagram

A post shared by Blac Chyna 💋 (@blacchyna)

Varar við sílikonsprautum

„Ég vil bara að allar dömurnar þarna úti séu upplýstar um að fá sér ekki sílikonsprautur því þú getur orðið veik, þú getur dáið, fengið fylgikvilla og allt þetta klikkaða dót,“ sagði hún í einu myndskeiðanna. Þá segist hún hafa byrjað að fá sprauturnar aðeins 19 ára gömul. 

Chyna gekkst undir aðgerðirnar hinn 9. mars síðastliðinn, en þetta var í fimmta sinn sem fyrirsætan fór í aðgerð á brjóstunum. Eftir aðgerðina deildi hún myndskeiði af sér þar sem hún lá uppi í rúmi með sárabindi og útskýrði að aðgerðina á rassinum hefði tekið níu klukkustundir.  

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál