Ofurfyrirsæta spókar sig um í íslenskri hönnun

Ashley Graham í Yeoman-bol.
Ashley Graham í Yeoman-bol. Skjáskot/Instagram

Fyrirsætan Ashley Graham birti mynd af sér á Instagram í hönnun frá íslenska fatahönnuðinum Hildi Yeoman. Graham er ein frægasta fyrirsæta í heimi í dag og er með yfir 20 milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlinum. 

Bolurinn sem Graham klæddist um helgina heitir Wave og er í myndstri og lit sem Hildur kallar Blue Crystal. Bolurinn er fáanlegur á heimasíðu Yeoman og kostar 34.900 krónur.

Ekki er nema vika síðan að Graham tók viðtal við stórstjörnur á rauða dreglinum á Óskarsverðlaunahátíðinni og mætti síðan í Óskarsverðlaunapartí Vanity Fair. Það er nokkuð augljóst að hún spilar í efri deildinni. 

Hildur Yeoman gengur vel á Íslandi sem og erlendis.
Hildur Yeoman gengur vel á Íslandi sem og erlendis. Ljósmynd/Saga Sig

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem stórstjarna klæðist flík Hildar. Bandaríska söngkonan Kehlani er einnig aðdáandi. Eftir að hún sást í opnunarteiti tískuvikunnar í London árið 2021 í hönnun Hildar sagði Hildur að velgengnin væri búið að vera stigvaxandi í nokkurn tíma. „Þetta er bara eins snjó­bolti. Þetta snýst oft um stíl­ist­ann. Hann er kannski með allskon­ar önn­ur skemmti­leg verk­efni, svo rúll­ar þetta áfram,“ sagði Hildur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál