Ditte og Nikolaj Refstrupp eigendur GANNI, Deborah Ababio frá Vogue …
Ditte og Nikolaj Refstrupp eigendur GANNI, Deborah Ababio frá Vogue og Helgi Rúnar Óskarsson og Bjarney Harðardóttir, eigendur 66°Norður.

Íslenska útivistarmerkið 66°Norður er um þessar mundir að vinna með danska hönnunarmerkinu GANNI í þriðja sinn. Af því tilefni var nokkrum útvöldum aðilum úr tískuheiminum boðið í pallborðsumræður í verslun 66°Norður við Regent Street í Lundúnum en línan fór í sölu í dag. 

Tveir af eigendum 66°Norður, Helgi Rúnar Óskarsson og Bjarney Harðardóttir, tóku þátt í hringborðsumræðunum ásamt Ditte og Nikolaj Refstrupp sem reka tískuhúsið GANNI. Deborah Ababio, sem starfar hjá breska Vogue, stýrði umræðunum og fengu gestirnir, sem komu víðsvegar úr tískuheiminum, að spyrja spurninga. 

Vörurnar eru allar hannaðar úr tæknilegum efnum fyrir útivist og daglegt líf. Til marks um áhugann höfðu yfir þúsund manns erlendis skráð sig á lista hjá 66°Norður til að fá tilkynningu þegar varan færi í sölu. Það er kannski ekki skrýtið þar sem línan er mjög móðins sem er kannski ekki alltaf hægt að segja um útivistarfatnaði. Línan kemur í takmörkuðu upplagi sem gerir það að verkum að hún þykir ennþá meira spennandi. Það sem þykir líka áhugavert við línuna er hún er búin til úr endurunnum afgangsefnum í verksmiðju íslenska fyrirtækisins í Lettlandi. 

Bæði fyrirtækin leggja mikið upp úr því að sýna ábyrgð þegar kemur að efnisvali, framleiðsluleiðum og sýna gott fordæmi í samfélagsmálum og var ein af spurningunum hvað það væri sem hefði helst áhrif á þá sýn fyrirtækjanna.

„Ég held að það sé vegna hversu nálægt náttúrunni við erum. Hvort sem það er á Íslandi eða í Danmörku, náttúran er alltaf í bakgarðinum og því tel ég við finna fyrir meiri þörf fyrir að bera virðingu fyrir henni,” sagði Helgi Rúnar Óskarsson forstjóri 66°Norður í pallborðsumræðunum í gær. 

„Ég er sammála Helga. Ég held að það sé einnig vegna þess hvernig samfélögin sem við búum í eru uppbyggð. Það er mikill fókus á fólkið og uppbyggingu samfélagana sem sést meðal annars á því hvernig við greiðum skatt. Samfélagsleg ábyrgð vegur því mikið og sjálfbærni er einn kafli undir því,“ sagði Nikolaj Refstrupp, stofnandi GANNI. 

Eins og sést á myndunum var verslunin troðfull af tískuelskandi fólki. 

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál