Stal stíl Ölmu Möller í réttarsal

Alma Möller og Gwyneth Paltrow eru konur sem kunna að …
Alma Möller og Gwyneth Paltrow eru konur sem kunna að meta góða skyrtu með fallegum slaufum. Samsett mynd

Leikkonan Gwyneth Paltrow hefur setið í réttarsal í Utah í Bandaríkjunum að undanförnu. Karlmaður höfðaði mál gegn Paltrow vegna skíðaslyss sem varð árið 2016. Þrátt fyrir að málið hafi vakið athygli eru fleiri sem hafa áhuga á tískusýningunni sem stjarnan býður upp á á hverjum degi. 

Á þriðjudaginn mætti Paltrow í ljósbleikri fallegri blússu með áberandi slaufu. Það var eins og stjarnan hefði fengið ráð frá Ölmu Möller landlækni. Alma á margar fallegar skyrtur með slaufu og þegar mikið lá við í kórónuveirufaraldrinum var hún dugleg að skarta fallegum skyrtum með slaufum. 

Gwyneth Paltrow í ljósbleikri skyrtu sem lítur út fyrir að …
Gwyneth Paltrow í ljósbleikri skyrtu sem lítur út fyrir að vera úr hennar eigin línu og í svörtum leðurbuxum við frá Proenza Schouler White Label. AFP/Jeffrey D. ALLRED

Hér fyrir neðan má sjá Paltrow í réttarsalnum 

Rúllukragapeysa úr góðu efni passar alltaf.
Rúllukragapeysa úr góðu efni passar alltaf. AFP/ Rick Bowmer
Paltrow í grárri dragt með bók frá Smythson.
Paltrow í grárri dragt með bók frá Smythson. AFP/Jeff Swinger
Gwyneth Paltrow mætti í Prada.
Gwyneth Paltrow mætti í Prada. AFP/Rick Bowmer
Gwyneth Paltrow með tösku frá Celine og í peysu frá …
Gwyneth Paltrow með tösku frá Celine og í peysu frá eigin merki, G. label by goop. AFP/Rick Bowmer
mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál