Fatavalið náði nýjum lægðum

Smekkur Gwen Stefani er ekki allra.
Smekkur Gwen Stefani er ekki allra. Samsett mynd

Tónlistarkonan Gwen Stefani hefur fengið misjöfn viðbrögð við fötunum sem hún klæddist á rauða dreglinum á CMT-tónlistarverðlaununum um helgina. Loðfílastígvélin sem hún klæddist voru ekki allra. 

Stefani var í skyrtu með bindi og í síðum jakkafatajakka. Að neðan var hún í afar stuttu pallíettupilsi, netasokkabuxum og loðskóm. Fötin fann hún ekki heima hjá ömmu sinni heldur er hún með stílista sem völdu fyrir hana föt frá hátískumerkinu Valentino. 

Einhverjir aðdáendur hennar kunna að meta djarft fataval hennar en aðrir létu hana heyra það á Instagram. Stjarnan birti myndskeið af sér af verðlaunahátíðinni og má þar sjá athugasemdir á borð við: „Í hverju ert þú?“

Gwen Stefani var kát á verðlaunahátíðinni.
Gwen Stefani var kát á verðlaunahátíðinni. AFP/JASON KEMPIN

Fleiri tóku áhættu

Fáir mættu í hefðbundnum svörtum síðkjólum á rauða dregilinn og voru stjörnurnar duglegar að taka áhættu í fatavali. Hinar stjörnurnar létu vissulega kuldaskóna eiga sig en fatnaðurinn var þó fjölbreyttur eins og sjá má hér að neðan. 

Carrie Underwood.
Carrie Underwood. AFP/JASON KEMPIN
Megan Thee Stallion.
Megan Thee Stallion. AFP/JASON KEMPIN
Kane Brown og Katelyn Jae Brown.
Kane Brown og Katelyn Jae Brown. AFP/JASON KEMPIN
Lainey Wilson.
Lainey Wilson. AFP/JASON KEMPIN
Kelsea Ballerini.
Kelsea Ballerini. AFP/JASON KEMPIN
Hardy.
Hardy. AFP/JASON KEMPIN
mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál