Hvers vegna er herrann svona frísklegur?

Það færist í vöxt að karlar noti hyljara og blandi …
Það færist í vöxt að karlar noti hyljara og blandi CC-krem eða BB-krem út í andlitskremið til að húðliturinn verði jafnari. Ljósmynd/Samsett

Hér áður fyrr voru herrar fyrst og fremst að leita eftir vörum sem þeir báru á andlitið eftir rakstur en nú er áhugi orðinn meiri fyrir sérvörum á borð við serum, augnkrem, sólarvörn og litað dagkrem,“ segir Bára Hafsteinsdóttir förðunarfræðingur. Hún bendir á að karlar séu orðnir miklu upplýstari um húðina og það skipti jafnmiklu máli fyrir þá og aðra að bera á sig sólarvörn.

„Við vitum að umhverfisáhrif á borð við mengun, UV-geisla, hitabreytingar, þurrt lofstlag og fleira hafa mikil áhrif á öldrunarferli húðar og því er mikilvægt að vera með krem á daginn sem styrkir varnir húðarinnar gegn þessum áhrifum og hægir þar af leiðandi á öldrunareinkennum.“

Bára mælir með því að blanda rekakremi við BB- eða CC-krem þannig að þekjan verði ekki eins mikil. Að karlinn líti ekki út fyrir að vera farðaður heldur með jafna áferð á húðinni.

„Þeir sem vilja fá mjög náttúrulegt útlit ættu að blanda BB- eða CC-kremi til helminga á móti rakakremi,“ segir hún. Ágæt regla er að blanda þessu saman á handarbakinu áður en blandan er borin á andlitið.

„Fyrir þá herra sem eru kannski ekki endilega að leita eftir kremi fyrir allt andlitið er gullpenninn frá YSL fullkomin lausn. Formúla pennans er mjög létt og blandast fullkomlega svo hún sést ekki á húðinni. Einn smellur af pennanum gefur ljóma og birtu og jafnar litaraft í kringum augu, varir og nef. Einnig má nota formúluna fyrir ofan augabrúnir, á kinnbein, miðju andlits og í kringum varir fyrir jafnari og bjartari áferð,“ segir hún.

Hydra-Essentiel frá Clarins veitir mikinn raka. Ljósa kremdósin inniheldur dagkrem …
Hydra-Essentiel frá Clarins veitir mikinn raka. Ljósa kremdósin inniheldur dagkrem en sú dekkri næturkrem. Þetta krem hentar fyrir öll kyn.
Gullpenninn frá YSL er hentugur fyrir þá sem eru svolítið …
Gullpenninn frá YSL er hentugur fyrir þá sem eru svolítið fjólubláir undir augunum.
CC-kremið NUDE GLOW frá IT Cosmetics hefur farið sigurför um …
CC-kremið NUDE GLOW frá IT Cosmetics hefur farið sigurför um heiminn. Það er ekki bara fyrir kvenfólk heldur mjög sniðugt fyrir karla ef þeir vilja jafnari húðlit.
NIVEA MEN er krem fyrir þá sem vilja ekki vera …
NIVEA MEN er krem fyrir þá sem vilja ekki vera þurrir í húðinni en nenna ekki veseni. Það má nota það á andlit, líkama og hendur.
Skin Food frá Weleda er feitt og gott krem sem …
Skin Food frá Weleda er feitt og gott krem sem hentar vel til að mýkja þurra húð. Það má líka blanda því í CC-krem eða BB-krem.
Þetta BB-krem frá Biotherm framkallar fallega og náttúrulega áferð.
Þetta BB-krem frá Biotherm framkallar fallega og náttúrulega áferð.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál