Ljómandi förðun Hailey Bieber skref fyrir skref

Fyrirsætan Hailey Bieber er þekkt fyrir að vera með ljómandi …
Fyrirsætan Hailey Bieber er þekkt fyrir að vera með ljómandi húð, látlausa augnförðun og nóg af glossi. Skjáskot/Instagram

Fyrirsætan Hailey Bieber er þekkt fyrir að að leggja áherslu á ljóma í öllu sem við kemur útliti hennar, hvort sem það er húðin, neglurnar eða varirnar.

Nú þegar sumarið nálgast dreymir alla um sólkyssta og ljómandi förðun, en förðunarfræðingurinn Nikki Wolff deildi nýverið glæsilegri förðun á Bieber skref fyrir skref.

Áður en hún byrjar að farða Bieber undirbýr Wolff húðina hennar með því að nota húðvörur frá Rhode, en hún notar serum, rakakrem og varamaska. 

Náttúruleg og ljómandi húð í þremur skrefum 

Wolff byrjar á því að setja farða á andlit Bieber með bursta, en hún notar léttan og ljómandi farða frá snyrtivörumerkinu Clé de Peau Beauté sem gefur húðinni fallega og náttúrulega áferð. Því næst setur hún hyljara frá Givenchy Beauty undir augun og blandar með litlum bursta. 

Til að gefa Bieber sólkysst yfirbragð notar Wolff sólarpúður frá Bobbi Brown sem gefur húðinni hlýju og ferskan blæ. Hún notar sólarpúðrið einnig á augnlokin til að gefa augunum meiri dýpt. 

Vörurnar sem Wolff notaði á Bieber til þess að ná …
Vörurnar sem Wolff notaði á Bieber til þess að ná fram ljómandi, náttúrulegri og sólkysstri húð. Samsett mynd

Á augun notar hún svo Jojoba-augnblýant frá Ere Parez og býr til væng sem hún blandar út með þéttum augnskuggabursta. Hún setur svo glimmer-augnskugga frá Nabla Cosmetics í litnum Alchemy yfir allt augnlokið og ndar á því að búa til skarpari væng með blautum „eyeliner“ frá Dior í brúnum tón og maskara frá YSL í brúnu.

Á augun notaði Wolff þessar vörur, en til þess að …
Á augun notaði Wolff þessar vörur, en til þess að hafa augnförðunina náttúrulegri notaði hún brúna augnblýanta og maskara. Samsett mynd

Kremvörur sem setja punktinn yfir i-ið

Því næst notar hún kremaðan kinnalit frá Tower 28 í litnum Golden Hour, en kinnaliturinn gefur fallegan ljóma og náttúrulegan lit. Hún endar svo á því að nota fljótandi ljómavöru frá Danessa Myricks í litnum Femme. 

Á varirnar notar Wollf varablýant frá Anastasia Beverly Hills í litnum Deep Taupe og setur svo varamaskann frá Rhode yfir. Útkoman er ljómandi, náttúruleg og sólkysst förðun sem ætti að slá í gegn í sumar. 

Til þess að setja punktinn yfir i-ið voru þessar vörur …
Til þess að setja punktinn yfir i-ið voru þessar vörur notaðar. Samsett mynd
View this post on Instagram

A post shared by Nikki_Makeup (@nikki_makeup)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál