Stal senunni í síðerma silkikjól

Andie Macdowell bar af á rauða dreglinum í Cannes.
Andie Macdowell bar af á rauða dreglinum í Cannes. AFP

Það geislaði af Andie MacDowell þegar hún gekk rauða dregilinn á kvikmyndahátíðinni í Cannes á dögunum. Hún var í glæsilegum brúnum síðerma silkikjól sem tónaði afar vel við hárlitinn.

Förðunin var lýtalaus en hún lagði áherslu á dramatíska augnförðun en varirnar voru aftur á móti látlausari í mildum tón.

MacDowell hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum fyrir að leyfa gráu hárunum að njóta sín en það þykir sjaldgæft hjá bandarískum leikkonum.

„Þegar ég leyfði gráu hárunum að vaxa urðu augun mín skærari og húðin mín ljómaði. Þetta var ákveðin valdefling. Mér fannst ég sterkari og sannari. Ég var meira eins og ég sjálf. Ég var frá unga aldri alltaf ákveðin í að vera gráhærð. Ég hafði það sterkt á tilfinningunni að það myndi klæða mig vel og ég reyndist hafa rétt fyrir mér,“ sagði MacDowell.

MacDowell fór eitt sinn á stefnumót þar sem maðurinn horfði fast á hana og sagði að hún væri falleg miðað við aldur. „Ég spurði á móti afhverju hann segði ekki bara að ég væri falleg og léti þar við sitja? Stefnumótið fór svo bara niður á við eftir það.“

MacDowell sem er 65 ára líður vel í eigin skinni. „Ég elska að vera eldri kona og finnst það ekki minna kynþokkafullt.“

„Mér finnst eins og frami minn sé á uppleið því ég er að fagna aldrinum í stað þess að hræðast hann. Ég fæ að leika flóknar eldri konur og ég nýt þess mjög. Ég ætla ekki að þykjast vera ung því ég er það augljóslega ekki. Ég held að þetta hjálpi mér að kafa dýpra í persónur.“ 

Glæsileg á rauða dreglinum.
Glæsileg á rauða dreglinum. AFP
MacDowell lagði áherslu á dramatíska augnförðun sem fór henni vel.
MacDowell lagði áherslu á dramatíska augnförðun sem fór henni vel. AFP
MacDowell kýs að fagna aldrinum og segir það hafa styrkt …
MacDowell kýs að fagna aldrinum og segir það hafa styrkt sig á margan hátt. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál