YSL og Gucci mæta á Hafnartorg 8. júní

Það styttist í að landsmenn fá lúxusmerkjavörur beint í æð því Colla­ge the Shop mun opna á Geirsgötu 4 á Hafn­ar­torgi 8. júní. Þar verður boðið upp á hátískumerki á borð við Gucci, Saint Laurent, Valentino, Loewe, Burberry, Bottega Veneta og Mulberry svo einhver merki séu nefnd. 

Verslunin er hluti af fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­inu Group 88 sem hef­ur verið leiðandi ein­kasölusaðili á há­tísku­vörumerkj­um í Skandi­nav­íu síðan 1988. Versluninni er ætlað að auka markaðsstöðu fyrirtækisins sem leiðandi hágæða lúxusfyrirtæki í Skandinavíu. Group 88 er rekið af dönsku bræðrun­um Thom­as og Marius Møller og eru þeir þriðja kyn­slóð fjölskyldunn­ar sem stýr­ir fyr­ir­tæk­inu. 

Í versluninni verður að finna fjölbreyttan tískufatnað og fylgihluti fyrir konur. Í dag reka Møller-bræðurnir sex Collage the Shop versl­an­ir á Norður­lönd­un­um og verður versl­un­in á Hafn­ar­torgi sú sjöunda í röðinni. 

„Við höf­um lengi fylgst með þróun versl­un­ar á Íslandi með það fyr­ir aug­um að opna Colla­ge the Shop búð og núna með upp­bygg­ingu Hafn­ar­torgs í miðborg Reykja­vík­ur skap­ast einstakt tæki­færi til að bjóða Íslend­ing­um jafnt sem er­lend­um gest­um aðgang að sum­um af vinsæl­ustu há­tísku­vörumerkj­um heims,“ seg­ir Thom­as Møller, for­stjóri Group 88, í til­kynn­ingu.

Með opn­un versl­un­ar­inn­ar í Reykja­vík er fyr­ir­tækið að styrkja stöðu sína enn frek­ar sem einka­söluaðili há­tísku á Norður­lönd­un­um en það rek­ur nú fleiri en 30 versl­an­ir í Kaup­manna­höfn, Stokk­hólmi, Gauta­borg, Osló, ásamt öðrum borg­um. Hönn­un verslunarinnar var í hönd­um dönsku arki­tekta­stof­unn­ar REIN­HOLDT//​RUD.  

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál