Rakar andlitið á sér annan hvern dag

Eva Mendes hefur löngum þótt ein fallegasta kona veraldar.
Eva Mendes hefur löngum þótt ein fallegasta kona veraldar. mbl.is/AFP

Hin glæsilega leikkona Eva Mendes er þekkt fyrir að vera með ljómandi og sólkysst yfirbragð. Á dögunum afhjúpaði hún leyndarmál sitt að gallalausri húð sinni, fylgjendum hennar til mikillar ánægju.

Mendes, sem er 49 ára gömul, segir leyndarmálið á bak við gallalausa húð sína vera meðferð sem kallast dermaplaning. Mendes er þó lítið fyrir að nota tækileg hugtök og kýs einfaldlega að segja: „Ég raka andlitið á mér!“

„Ég er skepna“

Eftir að hafa afhjúpað leyndarmálið á Instagram segist Mendes hafa fengið fjölmörg skilaboð og athugasemdir.

„Ég fékk margar athugasemdir við færsluna mína frá konum sem hafa rakað andlitið á sér í mörg ár – allt í lagi, ég býst við að „dermaplaning“ sé ákjósanlegra orð, en það er það sem það er og ég ELSKA það,“ skrifaði hún við nýlega færslu. 

Þá voru margir sem vildu vita hversu oft hún raki á sér andlitið. „Ég er skepna svo ég þarf að raka andlitið á mér annan hvern dag,“ svaraði Mendes. 

View this post on Instagram

A post shared by Eva Mendes (@evamendes)

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál