Hvernig væri að draga fram bláa augnskuggann?

Ef þú ert orðin þreytt á öllum brúnu tónunum sem hafa verið áberandi í förðunartískunni síðustu misseri þá gætir þú tekið inn bláan líkt og Emma Chamberlain gerði þegar hún mætti á Met Gala. 

Hypnôse augnskuggapallettan frá Lancôme í litum Bleu Hypnotique, nr. 15, …
Hypnôse augnskuggapallettan frá Lancôme í litum Bleu Hypnotique, nr. 15, og Drama Denim, nr. 16.

Emma Chamberlain fer sínar eigin leiðir þegar kemur að förðun og fatavali. Hún valdi bláa tóna þegar hún mætti á Met Gala. Aðaláherslan var á augun og fyrir valinu varð „smokey“ förðun í bláum lit. Einhverjir höfðu orð á því að þetta hefði verið ein besta förðun hátíðarinnar í ár. Dæmi hver fyrir sig.

Chamberlain L‘Absolu Rouge Cream varaliturinn í lit Tendre Mirage, nr. …
Chamberlain L‘Absolu Rouge Cream varaliturinn í lit Tendre Mirage, nr. 250.

Chamberlain notaði Teint Idole Ultra Wear farðiann frá Lancôme. Hún valdi hyljara úr sömu línu. Þegar búið var bera farðann vandlega á andlitið voru augun förðuð með Hypnôse augnskuggapallettunni frá Lancôme í litum Bleu Hypnotique, nr. 15, og Drama Denim, nr. 16. Þessi samsetning er einstaklega falleg og passar vel við hárlitinn. Það er nauðsynlegt að vera með vatnsheldan augnblýant á stundum sem þessum þar sem tilfinningar eiga það til að bera fólk ofurliði. Þá kemur Le Stylo Waterproof augnblýanturinn frá Lancôme í lit Noir Intense, nr. 02 eins og sending af himnum ofan. Það er líklega ekki tönglast nægilega mikið á því sterk augu og sterkar varir eru alltaf varasöm blanda. Kannski vegna þess að það er viðurkennt að slíkt er oft of mikið. Þess vegna valdi Chamberlain L‘Absolu Rouge Cream varalitinn í lit Tendre Mirage, nr. 250. Eins og sést kom það sérlega vel út. 

Teint Idole Ultra Wear farðiann frá Lancôme.
Teint Idole Ultra Wear farðiann frá Lancôme.
Le Stylo Waterproof augnblýanturinn frá Lancôme í lit Noir Intense, …
Le Stylo Waterproof augnblýanturinn frá Lancôme í lit Noir Intense, nr. 02.
mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál