10 hlutir sem eru ómissandi fyrir haustið

Óskalistinn er ekki af verri endanum þessa vikuna.
Óskalistinn er ekki af verri endanum þessa vikuna. Samsett mynd

Óskalistinn þessa vikuna er ekki af verri endanum, en þar má finna hinar ýmsu vörur allt frá tísku, heimili og heilsu, sem gera haustlægðirnar fram undan aðeins bærilegri. Eftir fjörugt og sólríkt sumar er nauðsynlegt að koma sér aftur niður á jörðina, skapa ró í kringum sig og koma rútínunni af stað. 

Smartland tók saman lista yfir 10 vörur sem eru ómissandi fyrir haustið.

Vertu með á nótunum

Hálsmen með leðurólum eru að koma sterk inn eftir sumarið og virðast ætla að taka yfir tískuheiminn í haust. Þetta fallega hálsmen er úr keramik skartgripalínu eftir Huldu Katarínu Sveinsdóttur.

Hálsmenið er handgert og fæst í Andrá, en það kostar …
Hálsmenið er handgert og fæst í Andrá, en það kostar 19.900 kr. Skjáskot/Instagram

Náttfötin sem þú vilt ekki fara úr

Hvernig hljómar að geta verið í náttfötunum allan daginn en samt verið hrikalega töff? Náttfötin frá Tekla Fabrics hafa slegið rækilega í gegn í Skandinavíu, en þau þykja góð fjárfesting þar sem hægt er að nota þau bæði sem náttföt og sem hversdagsföt.

Síðbuxurnar hafa vakið sérstaka lukku meðal skandinavískra tískudrottninga, en þær koma í hinum ýmsu litum og þykja sérlega töff.

Buxurnar fást í Norr11 og kosta 14.900 kr.
Buxurnar fást í Norr11 og kosta 14.900 kr. Skjáskot/Instagram

Kaffi eða te?

Það er fátt betra en að gæða sér á góðum kaffi- eða tebolla í rigningunni, en það skemmir sannarlega ekki stemninguna að drekka drykkinn úr fallegum bolla. Þessir bollar eru gerðir af Studio allsber, sem samanstendur af Agnesi Freyju Björnsdóttur, Silvíu Sif Ólafsdóttur og Sylvíu Dröfn Jónsdóttur og koma í mismunandi litum og stærðum.

Bollarnir fást í Mikado og kosta frá 5.990 kr. til …
Bollarnir fást í Mikado og kosta frá 5.990 kr. til 6.990 kr. Ljósmynd/Mikado.store

Sjóðheit endurkoma

Tískuvörumerkið Diesel hefur verið með sjóðheita endurkomu á síðustu vikum með flottum flíkum. Það sem einkennir flíkurnar er útskorið Diesel-merki sem gefur annars stílhreinni og einfaldri flík skemmtilegan karakter.

Leikkonan Kristín Pétursdóttir í kjólnum sem fæst í GK Reykjavík …
Leikkonan Kristín Pétursdóttir í kjólnum sem fæst í GK Reykjavík og kostar 27.995 kr. Skjáskot/Instagram

Heilsan í fyrsta sæti

Góður svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu, bæði andlegrar og líkamlegrar. Það skiptir því miklu máli að huga að svefninum, ekki síður þegar við erum að koma okkur í rútínu eftir sumarið og álagið eykst í vinnu eða skóla. Þá getur falleg silkiaugngríma hjálpað, en hún tryggir það að við náum að sofna í myrkri og að ekkert utanaðkomandi ljós trufli svefninn.

Svefngríman fæst hjá Heima er gott og kostar 5.990 kr.
Svefngríman fæst hjá Heima er gott og kostar 5.990 kr. Ljósmynd/Heimaergott.is

Árstíð stígvélanna!

Haustið er árstíð stígvélanna, en það er nauðsynlegt að eiga góð stígvél þegar veðrið verður blautt og kalt. Það er mikið úrval af stígvélum á markaðnum, há og lág, með hæl og ekki hæl, en það er eitthvað við þessi stígvél sem grípur augað samstundis.

Skórnir fást í Yeoman og kosta 38.900 kr.
Skórnir fást í Yeoman og kosta 38.900 kr. Ljósmynd/HildurYeoman.com

Látum okkur líða vel

Margir upplifa andlega lægð í takti við haustlægðirnar sem taka við af sumrinu, en þá er mikilvægt að huga vel að andlegu heilsunni og láta okkur líða vel. Það er margt sem getur hjálpað okkur við það, til dæmis hugleiðsla, hreyfing eða falleg þakklætisdagbók. 

Það góða við þessa þakklætisdagbók er að það tekur aðeins fimm mínútur á dag að skrifa í hana, en hún hjálpar okkur að fara út í daginn með jákvæðara viðmót og sömuleiðis að enda daginn á góðum nótum.

Bókin fæst hjá Heilsubarnum og kostar 5.890 kr.
Bókin fæst hjá Heilsubarnum og kostar 5.890 kr. Ljósmynd/Heilsubarinn.is

Sokkastemning!

Það er ómissandi að eiga góða og fallega sokka sem eru jafnframt hlýir þegar veðrið fer kólnandi, en þessir fallegu sokkar uppfylla allar kröfur fagurkerans og tryggja hlýjar tásur í haust.

Sokkarnir fást í Mjöll og kosta 3.200 kr.
Sokkarnir fást í Mjöll og kosta 3.200 kr. Ljósmynd/Mjoll.is

Kósíheit par excelans!

Það hafa margir beðið spenntir eftir kósíheitunum sem fylgja haustinu, en það er fátt betra en að liggja uppi í sófa með nóg af kertaljósum þegar rigningin og vindurinn berja á gluggana – eða eins og Baggalútur orðar það, kósíheit par excelans!

Fallegur kertastjaki úr hömruðu gleri sem skapar notalega stemningu í …
Fallegur kertastjaki úr hömruðu gleri sem skapar notalega stemningu í haustlægðinni. fæst í Bast og kostar 5.595 kr. Ljósmynd/Bast.is

Ljómandi húð í haust

Það er mikilvægt að huga vel að húðinni eftir sólina í sumar, en það er ekki óalgengt að fólk gleymi sólarvörninni á haustin. Þá er þessi vara frá Nivea algjör snilld, en hún vinnur á dökkum blettum og er með varnarstuðul 50.

Ljósmynd/Netto.is
mbl.is
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál