Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú taka þátt í hátíðahöldum í tilefni 50 ára krýningarafmælis Karls XVI. Gústafs Svíakonungs í Stokkhólmi í Svíþjóð þessa dagana. Íslensku forsetahjónin voru prúðbúin í heimsókninni.
Í dag, föstudaginn 15. september, eru 50 ár liðin síðan Karl Gústaf var krýndur konungur. Af því tilefni var messa og konungfjölskyldan kom fram á svalir konungshallarinnar í Stokkhólmi. Íslensku forsetahjónunum var boðið í hádegismat með sænsku konungshjónunum ásamt öðrum norrænum þjóðhöfðingjunum.
Guðni og Eliza voru fallega klædd í morgundagskránni í dag. Þau eru orðin vön að umgangast kóngafólk og var Eliza í sama bláa kjólnum og hún klæddist við krýningu Karls Bretakonungs fyrr á árinu. Við kjólinn var hún með dökkbláa spöng en konurnar báru ýmist spangir eða hatta. Guðni var í jakkafötum og með bindi í öllum regnbogans litum. Í kvöld er hátíðarkvöldverður og þá má búast við enn glæsilegri fatnaði eins og kóngafólki er einu lagið.