Síðastliðinn fimmtudag hélt tískutímaritið Vogue sinn árlega Vogue World-viðburð í hinu fræga Theatre Royal Drury Lane í Lundúnum, þar sem bresku leikhúsi og tísku var fagnað.
Gestalistinn var stjörnum prýddur og var dagskráin pökkuð af spennandi sýningum frá hinum ýmsu listamönnum hvaðanæva að úr heiminum. Í lokin fylltist rauði dregillinn af stjörnum sem sýndu glæsilega hönnun frá frægustu tískuhúsum heims úr haustlínum þeirra 2023.
Það vantaði því ekkert upp á glæsileikann og glamúrinn, en Smartland tók saman flottustu tískuna af rauða dreglinum sem spáð er miklum vinsældum í haust.
Breska leikkonan Simone Ashley stal senunni í kjól frá Tamara Ralph Couture.
AFP
Breska leikkonan Sienna Miller beraði óléttukúluna í dressi frá Schiaparelli Haute Couture.
AFP
Breska fyrirsætan Jodie Turner-Smith í Viktor & Rolf Haute Couture.
AFP
Fyrirsætan Poppy Delevingne, fatahönnuðurinn Stella McCartney og leikkonan Carey Mulligan voru glæsilegar.
AFP
Breski rapparinn Stormzy í Ferragamo.
AFP
Breska leikkonan Kate Winslet var glæsileg í hvítri dragt.
AFP
Kanadíska fyrirsætan Winnie Harlow í Zuhair Murad Couture.
AFP
Breska leikkonan Emilia Clarke í kjól frá Dior.
AFP
Breski sundkappinn Tom Daley í Fendi.
AFP
Breska fyrirsætan Munroe Bergdorf var fallega förðuð með dökkan varalit sem setti punktinn yfir i-ið.
AFP
Breska fyrirsætan Georgia May Jagger í Vivienne Westwood.
AFP
Breski hönnuðurinn Daniel Lee var glæsilegur á rauða dreglinum.
AFP
Breska leikkonan Gemma Chan í kjól frá Louis Vuitton.
AFP
Þýski ljósmyndarinn Ellen Von Unwerth var töff á rauða dreglinum.
AFP