Katrín prinsessa af Wales var óvenju töffaraleg þegar hún mætti í skógarferð með Vilhjálmi krónprins og hópi skólabarna.
Katrín klæddist köflóttum jakka frá Maje og var í gönguskóm frá Chloé. Gönguskórnir heita Chloé Combat Boots og kosta í kringum 150 þúsund krónur. Venjulega er Katrín í háum hælum eða strigaskóm en hér hefur hún valið heldur grófari skó fyrir tilefnið.
Hún gaf síðu lokkunum lausan tauminn og hafði hárið skipt í miðju sem virðist vera hennar nýja útlit um þessar mundir. Breskir fjölmiðlar fagna þessu afslappaða útliti prinsessunnar og segja hana vera að slá nýjan og ferskari tón fyrir bresku konungsfjölskylduna.