Dóttir Charlie Sheen ætlar í brjóstastækkun

Sami Sheen.
Sami Sheen. Skjáskot/Instagram

Sami Sheen, dóttir fyrrverandi leikarahjónanna Charlie Sheen og Denise Richards, tilkynnti á mánudag að hún hygðist gangast undir brjóstastækkun.

Sheen greindi frá þessu í myndskeiði á TikTok og sagði að hún þyrfti að venja sig af tóbaksnotkun fyrir aðgerðina, en unga OnlyFans-stjarnan hefur verið háð nikótíni síðastliðin fimm ár. 

„Ég hef neytt nikótíns daglega síðastliðin fimm ár,“ sagði Sheen framan í myndavélina. „Ég kvíði þessu en ég hugsa að brjóstastækkun muni bjarga lífi mínu af því að aðgerðin neyðir mig til þess að hætta þessu,“ sagði hin 19 ára gamla Sheen einnig. Hún viðurkenndi fyrir fylgjendum sínum að hafa reynt að losa sig við ósiðinn og það ítrekað en að aðgerðin væri hálfgerð endastöð. 

Á síðasta ári tilkynnti Sheen að hún væri búin að stofna OnlyFans-reikning og var það aðeins dögum síðar sem móðir hennar, Denise Richards, tilkynnti það sama. Sheen er með í kringum 4000 fylgjendur á síðunni en Richards er með vel yfir 100.000 fylgjendur.  



mbl.is
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál