15 hlutir sem uppfæra lúkkið fyrir haustið

Uppfærðu lúkkið fyrir haustið!
Uppfærðu lúkkið fyrir haustið! Samsett mynd

Á haustin þarfnast fataskápurinn tiltektar þar sem hlýrri og notalegri flíkur læðast inn og sumarlegu litríku fötin leggjast í dvala. Haustin eru uppáhaldstími margra tískudrottninga þar sem þykkari peysur, fallegar kápur, mjúkir treflar og tryllt stígvél koma sterk inn.

Smartland tók saman 15 hluti sem uppfæra lúkkið fyrir haustið!

Síðerma – já takk!

Á haustin fá síðerma flíkur að njóta sín, en látlaus síðerma kjóll er ómissandi í alla fataskápa fyrir haustið. Hann er hægt að dressa upp og niður eftir tilefni og nýtist vel þegar fer að kólna.

Þessi kjóll er frá Na-kd og fæst í Gallerí 17.
Þessi kjóll er frá Na-kd og fæst í Gallerí 17. Ljósmynd/Na-kd.com

Þessar sem allir elska!

501 Levi's buxurnar eru tímalaus klassísk sem fer aldrei úr tísku, enda hafa þær verið í uppáhaldi í yfir 150 ár. Buxurnar passa við allt og sniðið þykir fullkomið!

Levi's 501 gallabuxurnar fást í Levi's búðinni og kosta 17.990 …
Levi's 501 gallabuxurnar fást í Levi's búðinni og kosta 17.990 kr. Ljósmynd/Kringlan.is

Krullur sem fara vel með hárið!

Hitalausar krullur hafa verið að gera allt vitlaust á samfélagsmiðlum að undanförnu. Flesta dreymir um heilbrigt og fallegt hár án hitaskemmda, en samt viljum við vera með flotta hárgreiðslu. Þá eru hitalausu krullurnar hin fullkomna lausn!

Hitalaust krullusett fæst hjá Glamsta hair og kostar 3.490 kr.
Hitalaust krullusett fæst hjá Glamsta hair og kostar 3.490 kr. Ljósmynd/Glamstahair.com

Stílhrein og hlý!

Þó haustin geti verið fallegur árstími hér á Íslandi verðum við að vera öllu viðbúin og því er nauðsynlegt að eiga eina hlýja og stílhreina úlpu í fataskápnum.

Úlpan kemur í nokkrum mismunandi litum og sniðum, en hún …
Úlpan kemur í nokkrum mismunandi litum og sniðum, en hún fæst í Andrá. Ljósmynd/Andrareykjavik.com

Skór sem gleðja augað!

Haustin eru tími stígvélanna, en um þessar mundir eru há stígvél það allra heitasta. Þessi rauðu stígvél poppa upp hvaða lúkk sem er og setja punktinn sannarlega yfir i-ið. 

Stígvélin fást í Skór.is og kosta 39.995 kr.
Stígvélin fást í Skór.is og kosta 39.995 kr. Ljósmynd/S4s.is

Látlaus klassík!

Dragtir eru góð kaup fyrir haustið af nokkrum ástæðum. Þær eru klassískar og klikka ekki, en þar að auki er hægt að nota bæði buxurnar og jakkann sér með öðrum flíkum og því hægt að fá góð not út úr einni dragt. 

Blazer-jakkinn og buxurnar fást í Fou22.
Blazer-jakkinn og buxurnar fást í Fou22. Ljósmynd/Fou22.is

Seiðandi haustilmur!

Það er fátt sem fullkomnar flott dress jafn vel og góður ilmur. Á haustin er tilvalið að skipta yfir í seiðandi ilmi eins og þennan nýja ilm frá Paco Rabbane. 

Fame ilmvatnið frá Paco Rabanne.
Fame ilmvatnið frá Paco Rabanne. Ljósmynd/Pacorabanne.com

Vertu töffari í haust!

Derhúfur hafa orðið afar vinsælar að undanförnu enda gefa þér lúkkinu töffaralegt yfirbragð. Þær eru því ómissandi í fataskápinn, sérstaklega í haust!

Derhúfan fæst hjá Ntc og kostar 14.995 kr.
Derhúfan fæst hjá Ntc og kostar 14.995 kr. Ljósmynd/Ntc.is

Hlýtt og kósí!

Á haustin þurfa allir að eiga hlýja og kósí peysu sem auðvelt er að henda yfir sig á morgnanna, en það er ekki verra ef hún er jafn falleg og þessi!

Peysan fæst í Hildi Yeoman og kostar 38.900 kr.
Peysan fæst í Hildi Yeoman og kostar 38.900 kr. Ljósmynd/Hilduryeoman.com

Einfalt er best!

Stundum er einfalt bara best! Þessi stílhreina og einfalda taska passar við allt, en hana er bæði hægt að nota dagsdaglega og fyrir fínni tilefni. 

Taskan fæst hjá Zara og kostar 4.595 kr.
Taskan fæst hjá Zara og kostar 4.595 kr. Ljósmynd/Zara.com

Vertu ljómandi í haust!

Gefðu hárinu næringu, ljóma og mýkt í kuldanum með þessari dásamlegu hárolíu frá Sisley Paris.

Hárolían fæst hjá Beautybox.is og kostar 16.590 kr.
Hárolían fæst hjá Beautybox.is og kostar 16.590 kr. Ljósmynd/Sisley-paris.com

Með æði fyrir silfri!

Silfrið hefur verið að koma sterkt inn í haust og ekki óalgengt að sjá tískudrottningarnar í silfruðum toppum. Þessi toppur er einfaldur en grípur samt augað!

Toppurinn fæst hjá Zara og kostar 5.595 kr.
Toppurinn fæst hjá Zara og kostar 5.595 kr. Ljósmynd/Zara.com

Smáatriði sem gera mikið!

Fataskápurinn er ekki fullkomnaður fyrr en þú átt góða hvíta skyrtu. Þessi skyrta er klassísk en samt með smáatriði sem gera mikið!

Skyrtan fæst í Húrra og kostar 34.990 kr.
Skyrtan fæst í Húrra og kostar 34.990 kr. Ljósmynd/Operasport.net

Draumaflíkin!

Þessi flík er laus við allt vesen – það tekur enga stund að skella sér í samfesting og þú ert komin með tryllt lúkk sem klikkar ekki! Samfestinginn er svo hægt að dressa upp og niður með skóm og fylgihlutum.

Samfestingurinn fæst hjá Zara og kostar 8.995 kr.
Samfestingurinn fæst hjá Zara og kostar 8.995 kr. Ljósmynd/Zara.com

Hausttrefill!

Þessi trefill er fullkominn fyrir haustið þegar það er ekki orðið alveg nógu kalt til að draga fram þykku treflana en þig langar samt að hlýja þér aðeins. Hann er léttur en samt hlýr og með afar fallegu mynstri. 

Silkiklúturinn fæst í Farmers Market og kostar 7.500 kr.
Silkiklúturinn fæst í Farmers Market og kostar 7.500 kr. Ljósmynd/Farmersmarket.is
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál