Á dögunum var eitt ár liðið síðan að Elísabet II. Bretadrottning féll frá. Elísabet var þekkt fyrir litríkan klæðnað og passaði hún vel að enginn önnur kona skyggði á hana í boðum. Carrie Johnson, fyrrverandi forsetafrú, fékk að vita fyrirfram í hverju drottningin ætlaði að klæðast.
Carrie Johnson er gift Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Hún fékk þann heiður að dvelja í Balmoral-kastala konungsfjölskyldunnar og verja tíma með drottningunni. Hún deildi mynd af miða sem var settur á koddann hennar í kastalanum.
„Hennar hátign verður í ljósbláum kokteilkjól í kvöldmat í kvöld,“ stóð á bréfsefni Balmoral-kastala sem Johnson hefur haldið upp á.
Með skilaboðunum var komið í veg fyrir að Johnson klæddist einnig bláum kjól. Það vil enginn klæðast sama lit og næsta manneskja, hvað þá sjálf drottningin.