Tími buxnadragtarinnar er kominn

Prinsessurnar völdu báðar að vera klæddar í grænu frá toppi …
Prinsessurnar völdu báðar að vera klæddar í grænu frá toppi til táar. Samsett mynd

Grænar buxnadragtir njóta mikillar hylli meðal konungborinna kvenna þessa dagana. Stutt er síðan Katrín prinsessa af Wales og Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar klæddust slíkum drögtum við skyldustörf sín.

Katrín prinsessa, sem þekktust er fyrir að vera í kápukjólum, hefur í síauknum mæli sést í buxnadrögtum. Nú síðast klæddist hún dökkgrænni ullardragt frá Burberry þegar hún heimsótti textílverksmiðjur í Leeds og Lancaster.

Stílistar þar ytra segja að með þessum áherslubreytingum í fatastíl sé prinsessan að gefa til kynna að hún sé tilbúin til þess að axla þá ábyrgð sem fylgir nýrri stöðu hennar sem prinsessa af Wales og sýnir að hún gegnir nú meiri þungavigtarstöðu innan fjölskyldunnar.

Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar klæddist einnig grænni dragt í opinberri heimsókn sinni til Finnlands á dögunum. Dragtin er frá finnska merkinu Ril's og þykir það virðingavottur að klæðast hönnun þess lands sem verið er að heimsækja. Annars er vaninn sá að konungborið fólk styðji við hönnunarflóru eigin lands.

Katrín prinsessa af Wales var í grænni dragt og hvítri …
Katrín prinsessa af Wales var í grænni dragt og hvítri skyrtu. AFP
Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar klæddist grænni dragt frá finnska merkinu Ril´s …
Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar klæddist grænni dragt frá finnska merkinu Ril´s í heimsókn sinni til Finnlands. Skjáskot/Instagram
Prinsessan heimsótti fjölskyldurekna textílverksmiðju í grænni dragt. Við dragtina bar …
Prinsessan heimsótti fjölskyldurekna textílverksmiðju í grænni dragt. Við dragtina bar hún gullkeðju frá Lauru Lombardi og var með eyrnalokka frá Shyla Rosalia. AFP
Viktoría prinsessa var í grænni skyrtu og með dökkbláa tösku.
Viktoría prinsessa var í grænni skyrtu og með dökkbláa tösku. Skjáskot/Instagram
Katrín klæddist hefur áður klæðst dragtinni til dæmis þegar hún …
Katrín klæddist hefur áður klæðst dragtinni til dæmis þegar hún hitti Mette Marit og Hákon krónprins Noregs fyrr á árinu. AFP
mbl.is
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál