Förðunarfræðingur Meghan fór ekki með

Meghan hertogaynja sá um hár og förðun sjálf í nýlegri …
Meghan hertogaynja sá um hár og förðun sjálf í nýlegri ferð. AFP

Förðunarfræðingurinn Daniel Martin öðlaðist heimsfrægð þegar hann farðaði Meghan hertogaynju af Sussex fyrir brúðkaup hennar og Harry Bretaprins. Hann er hins vegar ekki sagður hafa farðaði hertogaynjuna í tvö ár. 

Meghan fór nýlega til Nígeríu í opinbera heimsókn með Harry en Martin fór ekki með. Martin sagði í viðtali við Us Weekly að Meghan fengi frelsi til að leika sér þegar hann væri ekki með eins og í Nígeríu í maí. „Þetta er bara hún. Hún er ekki með stílista, hún er ekki með hárgreiðslumann. Hún gerir allt sjálf og er góð í því,“ sagði hann. Hann sagði Meghan elska kinnalit, að hún gerði mikið úr kinnunum og áberandi augabrúnum. 

Í rauninni hefur Martin sem segist vera í góðu sambandi við Meghan ekki hafa unnið með Meghan síðan í maí 2022. Hann hefur því ekki farðað hana í tvö ár. 

Brjálað að gera

Það er hins vegar nóg að gera hjá Martin sem er í miklu uppáhaldi hjá stjörnunum að því fram kemur á vef Daily Mail. Nýlega hefur hann farðað Hollywood-stjörnurnar Rachel McAdams, Olivu Munn, Ali Wong og Myu Rudolph. Hann hefur líka verið að farða heitustu stjörnuna í dag, Bridgeton-stjörnuna Nicolu Coughlan. 

Förðunarfræðingurinn Daniel Martin hefur meðal annars farðað Nicolu Coughlan að …
Förðunarfræðingurinn Daniel Martin hefur meðal annars farðað Nicolu Coughlan að undanförnu. AFP/ANDREA RENAULT
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál