Litaði hárið ljóst fyrir sumarið

Emilia Clarke er dökkhærð en lýsti hárið fyrir sumarið.
Emilia Clarke er dökkhærð en lýsti hárið fyrir sumarið. Samsett mynd

Það getur verið skemmtilegt að breyta hárstílnum af og til. Það er tilvalið að gera það fyrir sumarið. Game of Thrones-stjarnan Emilia Clarke er ein þeirra sem breytti til nýlega. 

Clarke sem hefur skartað dökku hári að undanförnu birti myndir af sér á Instagram á dögunum með ljóst hár. Hún aflitaði ekki alveg hárið heldur fór hársnyrtirinn hennar mjúkum höndum um hár stjörnunnar og fengu dökkir tónar að vera með ljósa hárinu. 

Leikkonan er ekki alveg óvön ljósu hári en hún var þekkt fyrir aflitað hár í þáttunum Game of Thrones þar sem hún fór með hlutverk Daenerys Targaryen. 

Emilia Clarke í hlutverki sínu sem Daenerys Targaryen.
Emilia Clarke í hlutverki sínu sem Daenerys Targaryen. Stilla úr Game of Thrones
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál