Gleymdi Corron pilsinu?

Emma Corrin birti þessa mynd af sér af rauða dreglinum …
Emma Corrin birti þessa mynd af sér af rauða dreglinum í Berlín. Skjáskot/Instagram

Emma Corrin vakti mikla athygli á rauða dreglinum í Berlín á dögunum þegar kvikmyndin Deadpool & Wolverine var frumsýnd. 

Corrin sem margir þekkja fyrir túlkun sína á Díönu prinsessu í þáttaseríunni The Crown á Netflix mætti á frumsýningu nýjustu myndar sinnar í svörtu dressi frá franska tískuhúsinu Saint Laurent. Við fyrstu sýn leit út fyrir að Corrin hefði gleymt pilsinu og farið út á undirfötunum. Þegar betur er að gáð sést að Corrin er í langerma míníkjól. Kjóllinn er með áföstum sokkaböndum og var hún í uppháum sokkum sem voru fastir við sokkaböndin. 

Stílisti Emmu Corrin, Harry Lambert, hugsaði út í öll smáatriði.
Stílisti Emmu Corrin, Harry Lambert, hugsaði út í öll smáatriði. Skjáskot/Instagram

Fram kemur á vef breska Vogue að kjóllinn sé hluti af vetrartísku Saint Laurent fyrir árið 2024. Þegar fyrirsæta gekk tískupallinn í kjólnum var hún með sokkaböndin föst við uppháu sokkana og í sokkabuxum undir. Stílisti Corrin, Harry Lambert, kaus hins vegar að fara djarfari leið og lét Corrin sleppa sokkabuxunum sem fyrirsætan var í undir uppháu sokkunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda