Hvernig er best að losna við dökka bletti í andlitinu?

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni og Húðvaktinni svarar spurningum …
Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni og Húðvaktinni svarar spurningum lesenda Smartlands. Ljósmynd/Helgi Ómars

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni og Húðvaktinn svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu sem er komin með dökkan blett í andlitið og leitar ráða. 

Sæl Jenna Huld. 

Ég er með dökkan blett á húðinni í andlitinu. Hvernig er best að losna við þetta? Brenna þetta? Skera þetta?

Kveðja, 

KPF

Sæl KPF. 

Brún­ir blett­ir á húðinni geta verið af ýms­um toga til dæm­is frekn­ur, sól­ar­blett­ir, elli­blett­ir eða fæðing­ar­blett­ir. Lík­lega eru þetta sól­ar­blett­ir sem þú ert að tala um ef þeir eru í andlitinu og eru flatir viðkomu.  Hins veg­ar er nauðsyn­legt að fá fag­legt mat á þess­um blett­um áður en þeir eru meðhöndlaðir því meðferðirn­ar eru mjög ólík­ar og ég ráðlegg þér ein­dregið að panta þér tíma í bletta­skoðun hjá húðsjúk­dóma­lækni.

Sól­ar­bletti (lentigo solar­is) er hægt að fjar­lægja með laser meðferð eða fryst­ingu. Við metum við skoðun hvaða meðferð hentar best eftir umfangi blettanna og útliti. Laserinn er alltaf bestur þar sem það er mjög lítil áhætta á aukaverkunum en áhættan er aðeins meiri með hefðbundinni frystingu. Elli­bletti er hins veg­ar best að fjar­lægja með fryst­ingu eða að skrapa þá burtu. Fæðing­ar­bletti þarf hins veg­ar að fjar­lægja með aðgerð.

Kær­ar kveðjur,

Jenna Huld húðlækn­ir

Húðlæknastöðinni og Húðvaktinni

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Jennu Huld spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda