Flaug til Tyrklands í sjöttu andlitslyftinguna

Price segist vilja líta út eins og Bratz-dúkka.
Price segist vilja líta út eins og Bratz-dúkka. Samsett mynd

Breska glamúrfyrirsætan Katie Price er stödd í Tyrklandi um þessar mundir. Þar mun hún gangast undir sjöttu andlitslyftinguna sína.

Price hefur gjörbreytt líkama sínum með ótal lýtaaðgerðum á síðastliðnum árum og segist hvergi nærri hætt. Aðeins örfáar vikur eru liðnar frá því að hún gekkst undir 17 brjóstastækkun sína í Brussel. Price er sögð vera að vinna að gerð heimildarmyndar um fegrunaraðgerðir.

Glamúrfyrirsætan, sem var úrskurðuð gjaldþrota í annað sinn fyrr á árinu, kaus að hunsa handtökuskipun sem var gefin út á dögunum eða eftir að hún lét ekki sjá sig í dómsal þar sem taka átti fyrir himinháar peningaskuldir hennar. Í stað þess flaug Price til Tyrkland til að gangast undir tveggja milljóna króna andlitslyftingu og tannviðgerðir. 

Price er sögð skulda 760.000 pund eða sem samsvarar 135 milljónum íslenskra króna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál