Klæddist 102 silfurskeiðum á frumsýningu

Alltaf flott.
Alltaf flott. Ljósmynd/AFP

Ástralska leikkonan Cate Blanchett fangaði athygli gesta og gangandi á frumsýningu kvikmyndarinnar Borderlands í Los Angeles á þriðjudag.

Blanchett, þekkt fyrir einstaklega smekklegan klæðaburð, fór óhefðbundnar leiðir í fatavali sínu fyrir frumsýninguna. Leikkonan klæddist hönnun frá sænska tískuhúsinu Hodakova og gekk dregilinn, sem var gulur á litinn, íklædd 102 silfurskeiðum eða réttara sagt toppi þöktum 102 silfurskeiðum.

Blanchett stillti sér upp ásamt meðleikurum sínum, Jamie Lee Curtis …
Blanchett stillti sér upp ásamt meðleikurum sínum, Jamie Lee Curtis og Jack Black. Ljósmynd/AFP

Sænska tískuhúsið leggur áherslu á umhverfisvæna og sjálfbæra tísku og hafa flíkurnar verið afar vinsælar meðal Hollywood-stjarna undanfarin misseri. Emma Corrin, Kylie Jenner og Camila Cabello eru meðal þeirra sem hafa klæðst flíkum frá tískuhúsinu sem var stofnað af Ellen Hodakova Larsson árið 2021.

Stílisti Blanchett, Elizabeth Stewart, birti myndir af leikkonunni á Instagram-síðu sinni í gærdag og hrósaði sænska tískuhúsinu í hástert.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál