Íslenskir karlmenn eru sko alls engar gungur og þora að stíga út fyrir þægindarammann og prófa sig áfram með ný snið, efni og liti. Íslenskir karlmenn eru blóðheitir, föngulegir og dularfullir og vekja gjarnan athygli fyrir smekklegan klæðaburð og ómældan kynþokka.
Smartland tók saman lista yfir nokkra af smekklegustu karlmönnum landsins!
Rúrik Gíslason, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, leikari og IceGuys-stjarna, vekur eftirtekt hvar sem hann kemur enda ávallt með puttann á púlsinum varðandi það nýjasta í tískuheiminum.
Jökull Júlíusson forsprakki Kaleo er algjör töffari. Hann hefur ávallt verið hrifinn af kúrekastílnum sem er gríðarlega vinsæll um þessar mundir. Hann klæðir sig gjarnan á afslappaðan máta.
Einar er grafískur hönnuður og er annar eiganda á bakvið verslunarinnar Mikado. Stíllinn hans er stílhreinn en töff og sækir hann mikið í þykkar skyrtur til að nota yfir stuttermaboli.
Ljósmyndarinn Benjamin Hardman er mikill útivistarkarl og klæðir sig því eftir veðri. Hann klæðist reglulega mildum jarðtónum og er alltaf með „beanie hat“ á höfðinu.
Logi Pedro, tónlistarmaður og pródúsent, klæðir sig þægilega. Hann er klár að setja saman skemmtilegar fatasamsetningar og er alltaf smart.
Guðmundur er fatahönnuður og veit þess vegna ýmislegt um tísku. Hann elskar strigaskó og er óhræddur við að klæða sig í skæra liti.
Stefán er áhrifavaldur og einn af þeim fyrstu sem hófu að deila daglegum myndum af fatnaði sínum fyrir almenningi þegar bloggsíðurnar voru sem vinsælastar. Hann er mest í jarðarlitum, stílhreinum fatnaði og notar mikið af skartgripum.
Helgi er búsettur í Kaupmannahöfn og er með afslappaðan og flottan stíl. Hann elskar víðar buxur og stórar yfirhafnir.
Tónlistarmaðurinn Mugison er með einkennandi fatastíl sem klikkar seint. Hattar, axlabönd og ullarpeysur eru í uppáhaldi hjá tónlistarmanninum.
Krister er nemi í læknisfræði og elskar útivist. Stíllinn hans er fjölbreyttur en hann er alltaf smekklegur, hvort sem það er við fínu tilefnin eða í skíðabrekkunni.
Hallgrímur er knattspyrnumaður og er búsettur á Akureyri. Hann hræðist ekki litina en klæðist oftast stílhreinum fatnaði og stórum yfirhöfnum.
Guðmundur Birkir Pálmason, jafnan kallaður Gummi kíró, er alltaf smart til fara. Hann er mikill fagurkeri og með gott auga fyrir fallegum flíkum.
Birnir hefur vakið mikla athygli að undanförnu, bæði fyrir áhugaverðan fatastíl sinn og frumlega hönnun. Hann er knattspyrnumaður og nemandi í fatahönnun.
Aron Freyr er annar eiganda Mikado og er grafískur hönnuður. Hann hefur gott auga fyrir góðri, tímalausri hönnun og er með gott auga fyrir smáatriðum.
Ólafur er frumkvöðull og hefur verið þekktur fyrir flottan fatastíl í mörg ár. Hann er mikið fyrir sportlegt útlit og er óhræddur við að ganga lengra en margir aðrir.
Hlynur hefur látið til sín taka í tískuheiminum undanfarin ár og starfar nú hjá 66°Norður. Hann er óhræddur við að klæðast öðruvísi fatnaði og hannar mikið sjálfur.