Vilhjálmur Bretaprins frumsýndi nýtt útlit

Vilhjálmur tekur sig vel út með skegg.
Vilhjálmur tekur sig vel út með skegg. Samsett mynd

Vilhjálmur Bretaprins frumsýndi nýtt útlit í myndskeiði sem birtist á sameiginlegum Instagram-reikningi hans og Katrínar prinsessu af Wales. 

Í myndskeiðinu, sem sýnir hjónin óska breskum ólympíukeppendum hjartanlega til hamingju með árangurinn á leikunum, skartar Bretaprinsinn nokkuð myndarlegu skeggi og virðist afslappaður og ánægður með eiginkonu sína sér við hlið. 

Vilhjálmur hefur ekki borið skegg í 16 ár. Hann þurfti að raka af sér skeggið þegar hann gekk í konunglega breska flugherinn árið 2008. 

Yngri bróðir Vilhjálms, Harry, hertogi af Sussex, hefur lengi vakið athygli fyrir fallegt skegg og er Vilhjálmur sagður hafa öfundað bróður sinn lengi vegna skeggvaxtarins.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál