Siggi Gunnars og Sigmar í stíl í fötum frá Amazon

Siggi og Sigmar elska gulan.
Siggi og Sigmar elska gulan. Ljósmynd/Skjáskot Instagram

Útvarpsmaðurinn Sigurður Þorri Gunnarsson, betur þekktur sem Siggi Gunnars, og kærasti hans, Sigmar Ingi Sigurgeirsson, eru að kveðja sumarið á góðan hátt á Tenerife.  Svo góðan að þeir eru farnir að klæða sig eins.

„Sumar to-do listinn. Paramynd við gosbrunninn á Tenerife í samstæðum fötum,“ skrifar Siggi við myndina af þeim á Instagram. Þeir eru klæddir í skærgulan stuttermabol og stuttbuxur í sama andarungamynstrinu og brosa sínu breiðasta.

Fyrir áhugasama þá fást þessi andarungaföt meðal annars á Amazon og í amerísku stórversluninni Walmart. Á Amazon fylgir meira að segja hattur með í stíl. Skyrta, stuttbuxur og hattur í gulu andarunga-mynstri kosta um 6.300 krónur. 

Á Amazon má svo finna góðar leiðbeiningar svo fólk finni örugglega réttu stærðina en það er áhyggjuefni margra sem panta á netinu.

Hattur fylgir ef fötin eru pöntuð á Amazon.
Hattur fylgir ef fötin eru pöntuð á Amazon. Ljósmynd/Skjáskot
Góðar stærðarleiðbeiningar ef fólk er í vafa um hvaða stærð …
Góðar stærðarleiðbeiningar ef fólk er í vafa um hvaða stærð það tekur.

Klæddir eins við sjóinn

Þetta er hins vegar ekki í fyrsta skiptið sem parið er í stíl í sólinni. Í fyrra deildu þeir mynd á Instagram þar sem þeir klæðast eins skyrtu og stuttbuxum þar sem þeir standa við sjóinn.

View this post on Instagram

A post shared by Sigmar Ingi (@sigmaringi)

Þau föt fást einnig mjög svipuð á Amazon á rúmlega 4.500 krónur og eru fjöldamörg mynstur í boði. 

Þessi föt eru svipuð þeim sem Siggi og Sigmar klæddust …
Þessi föt eru svipuð þeim sem Siggi og Sigmar klæddust og eru til í mörgum mismunandi litum og útgáfum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda