Leikarinn og grínistinn, Adam Sandler, er löngu orðin tískugoðsögn en hann hefur afslappaðan stíl sem sló í gegn fyrir algera slysni.
TikTok-stjarnan AjayPorter, betur þekktur sem Mystery Fashionist, talaði nýlega við Sandler þar sem hann var staddur í Brooklyn í New York. Viðtalið hefur vakið mikla athygli þar sem Sandler opinberar tískuleyndarmál sín.
Þann dag var Sandler klæddur í bláan póló bol við víðar bláar Under Armour stuttbuxur. Yfir þetta allt saman klæddist hann dökkblárri Fila íþróttapeysu. Hann var í Puma íþróttaskóm, þó ekki í stíl, heldur af sitthvorri sortinni. Það var nettur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í þessu útliti en hann vakti athygli á sínum tíma þegar hann mætti í sitthvorum skónum í kvöldverðarboð með þáverandi forseta Bandaríkjanna, Barack Obama, sem haldið var í Stokkhólmi.
Í viðtalinu játaði Sandler að hann hefði ekki mikinn áhuga á klæðaburði og spáði lítið í hvað hann klæddi sig hverju sinni.
„Ég tek bara hvað sem er úr skápnum mínum. Ég held að ég eigi mikið af sömu sokkunum og það sama á við um nærbuxurnar. Ég bara tek það sem ég sé og hugsa ekkert mikið um það. Flestir í fjölskyldunni minni gera grín af mér en ég held bara áfram út í daginn.“
Aðspurður hvaða tískuvörur eru ómissandi að hans mati sagðist hann ekki getað lifað án góðra sokka, fyndna bola og strigaskóa.
Sandler bætir því við að hann sé alls ekki kröfuharður varðandi skóna, heldur þurfa þeir aðeins að passa.
„Það skiptir ekki máli hvort þér séu skítugir eða ekki, svo lengi sem þeir passa og meiða mig ekki,“ segir hann.
Sandler endaði svo viðtalið á að grínast með „algengan misskilning“ um sjálfan sig.
„Fólk fattar áttar sig ekki alltaf á að ég er 198 cm,“ segir Sandler en samkvæmt IMDb er Rauveruleg hæð leikarans 177 cm.