Gulla Bjarna ljóstrar upp leyndarmáli hvað varðar húðvörur

Gulla Bjarnadóttir heldur úti hlaðvarpinu Í alvöru talað! ásamt Lydíu …
Gulla Bjarnadóttir heldur úti hlaðvarpinu Í alvöru talað! ásamt Lydíu Ósk. Í þættinum ræða þær húðvörur og tísku. Samsett mynd

Vin­kon­urn­ar Lydía Ósk og Gulla Bjarna eru um­sjón­ar­menn hlaðvarps­ins Í al­vöru talað! Gulla er förðun­ar­fræðing­ur, áhuga­leik­ari og tísku­áhuga­kona mik­il og starfar sem versl­un­ar­stjóri í Col­lecti­ons á Hafn­ar­torgi. Lydía er sál­fræðing­ur hjá Samkennd heilsusetri, jóga­kenn­ari og fyrirlesari. Í þættinum fara þær yfir það helsta er kemur að útliti og tísku fyrir haustið. Gulla hefur sterkar skoðanir á því hvað skal kaupa og hvað skal ekki kaupa. 

„Á haustin er gott að byrja að vera dugleg að nota næturmaska eða næturkrem og þéttari krem sem gefa meiri raka á daginn. Einnig er gott að nota hyaluronic serum undir krem sem gefur mikinn raka,“ segir Gulla og bendir á að það sé gott fyrir okkur að nota mildar sýrur til þess að fríska upp á húðina, fjarlægja dauðar húðfrumur og gera húðvörunum sem við notum auðveldara fyrir að komast inn í húðina.

„Við notum retínól ekki á sumrin og því dreg ég það fram og set inn í húðrútínuna á haustin. En við getum notað C-vítamín serum á sumrin. C-vítamín er góður andoxari fyrir húðina, hægir á öldrun húðarinnar og heldur húðinni unglegri og ferskri,“ segir Gulla sem gefur gott ráð sem virkar ef fólk vill ekki eyða öllum mánaðarlaunum sínum í húðvörur. 

„Ef þú þarft að velja á milli, eyddu frekar peningum þínum í gottserum og keyptu ódýrara krem og hreinsi.Serum fara dýpra ofan í húðina og hafa þess vegna meiri virkni en kremin,“ segir hún. 

Gulla mælir með því að konur splæsi í dýr serum …
Gulla mælir með því að konur splæsi í dýr serum en ódýrari andlitskrem. Virginia Marinova/Unsplash

Konur kvarta stundum yfir því hvað þær eiga erfitt með að finna sér gott serum því það séu til svo óskaplega margar tegundir. 

„Byrjaðu á því að hugsa hvað þú vilt fá fyrir þína húð. Viltu fá þéttingu eða viltu fá ljóma? Viltu að farði sitji á fallegri hátt á húðinni? Vantar húðinni meiri raka? Svo er gott að fara í verslun þar sem er hægt að fá aðstoð og bara spyrja hvað sé best að kaupa. 

Svo er líka alltaf mikilvægt að muna eftir því að hreinsa húðina á morgnana og á kvöldin, og tvisvar í hvert skipti. Það að þrífa húðina er mjög mikilvægt en vanmetið atriði í húðumhirðu. Í fyrra skiptið sem maður hreinsar húðina fer farðinn af, en í seinna skiptið verður húðin virkilega hrein,“ segir Gulla. 

Lydía Ósk Ómarsdóttir og Gulla Bjarna.
Lydía Ósk Ómarsdóttir og Gulla Bjarna.

Gulla er sérlegur talsmaður þess að fólk sé með húðrútínu og að fólk njóti augnabliksins. Kveiki á kertum og umvefji sig með ást og kærleika. 

„Varðandi hárið er til dæmis hægt að setja í sig hármaska til þess að gefa hárinu aukinn raka í kuldanum,“ segir hún. 

Gulla er á kafi í tískunni sem verslunarstjóri. Hún mælir með því að fólk kaupi sér góðar gallabuxur og fallega peysu úr ull fyrir haustið. 

„Fáðu þér góða kápu og fallega en góða skó fyrir hálkuna og snjóinn. Þá ertu vel sett fyrir veturinn,“ segir Gulla. 

Hægt er að hlusta á þáttinn hér fyrir neðan: 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál