Áslaug Arna blæs hárið með 110 þúsund króna blásara

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir notar einn eftirsóttasta hárblásara heims, Dyson Airwrap, …
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir notar einn eftirsóttasta hárblásara heims, Dyson Airwrap, til að blása á sér hárið. Samsett mynd

Glæsilegur hárblástur Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur verið áberandi í umræðunni undanfarna daga eftir umdeild ummæli Ásgeirs Bolla Ásgeirssonar, sem jafnan er kenndur við verslunina 17, um ungar konur.

Ásgeir vill bjóða fram viðbótarlista fyrir Sjálfstæðisflokkinn undir merkjum DD-lista. Í viðtali á Vísi sagði Ásgeir: „Við erum ekk­ert að leita að ein­hverj­um, hvað á ég að kalla það. Ein­hverj­um ný­út­skrifuðum stúlk­um sem ætla bara að blása á sér hárið og naglalakka sig. Þó ég hafi fulla virðingu fyr­ir ungu fólki þá þurf­um við fólk með reynslu og eitt­hvað fólk sem hef­ur áunnið sér eitt­hvað í líf­inu.“

Áslaug Arna svaraði ummælunum í færslu á Facebook þar sem hún skrifaði: „Hjá sum­um er Boll­inn alltaf hálf tóm­ur, en hjá „ný­út­skrifuðum” stelp­um með blásið hár og naglalakk er Boll­inn full­ur.“

Einn eftirsóttasti hárblásari heims

Í kjölfarið birti hún myndband af sér þar sem hún var að blása á sér hárið, en til þess notaði hún hinn fræga Dyson-hárblásara sem hefur slegið rækilega í gegn um allan heim. Hann þykir mikil bylting í hármótunarbransanum þar sem hann bæði þurrkar og stíliserar hárið á sama tíma. 

Með hárblásaranum fylgja svo ýmsir aukahlutir, en hann er einnig með mismunandi hraðastillingar og hitastillingar, þar á meðal kalt loft sem á að fara mun betur með hárið. Hér á Íslandi fæst hárblásarinn í verslunum Elko og hjá Heimilistækjum og kostar 109.995 krónur.

Áslaug Arna birti myndband af sér með Dyson-hárblásarann á Instagram.
Áslaug Arna birti myndband af sér með Dyson-hárblásarann á Instagram. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda