Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu sem veltir fyrir sér hvort hún sé of þung til að fara í svuntuaðgerð?
Sæl
Er ég of þung til að fara í svuntuaðgerð ef ég er um 78 kg og 165 cm?
Kveðja,
Badda
Sæl Badda og takk fyrir spurninguna.
Þú ert með þyngdarstuðul eða „body mass index“ upp á 28,6 en kjörþyngd telst samkvæmt honum 18,5 - 24,9. Best er að vera sem næst sinni kjörþyngd þegar farið er í svuntuaðgerð en síðan er þetta aðeins einstaklingsbundið. Hvar liggja aukakílóin? Er húðin neðan nafla laus og jafnvel hangandi? Eru aukakílóin öll sem innri fita í kvið (algengara hjá karlmönnum) og þunnt lag af fitu undir húð að vöðvunum. Þeir einstaklingar eru oftast ekki góðir kandidatar í svuntu.
Ég mæli með því að þú pantir þér tíma hjá lýtalækni og skoðir hvort að þú sért kandidat í svuntuaðgerð.
Með bestu kveðjum,
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir
Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR.