Hvað þarf fólk að vera þungt ef það ætlar í aðgerð?

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica svarar spurningum lesenda Smartlands.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica svarar spurningum lesenda Smartlands.

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu sem veltir fyrir sér hvort hún sé of þung til að fara í svuntuaðgerð?

Sæl

Er ég of þung til að fara í svuntuaðgerð ef ég er um 78 kg og 165 cm?

Kveðja,

Badda

Sæl Badda og takk fyrir spurninguna.

Þú ert með þyngdarstuðul eða „body mass index“ upp á 28,6 en kjörþyngd telst samkvæmt honum 18,5 - 24,9.  Best er að vera sem næst sinni kjörþyngd þegar farið er í svuntuaðgerð en síðan er þetta aðeins einstaklingsbundið. Hvar liggja aukakílóin? Er húðin neðan nafla laus og jafnvel hangandi? Eru aukakílóin öll sem innri fita í kvið (algengara hjá karlmönnum) og þunnt lag af fitu undir húð að vöðvunum. Þeir einstaklingar eru oftast ekki góðir kandidatar í svuntu.

Ég mæli með því að þú pantir þér tíma hjá lýtalækni og skoðir hvort að þú sért kandidat í svuntuaðgerð.

Með bestu kveðjum,

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál