Helga deilir bestu förðunar- og hártrixum sínum fyrir flug

Helga Rós Arnarsdóttir er mikil ævintýrakona sem ákvað að læra …
Helga Rós Arnarsdóttir er mikil ævintýrakona sem ákvað að læra flugmanninn og gerast flugfreyja út frá lofthræðslu. Samsett mynd

Helga Rós Arnarsdóttir fékk mikla hugljómun í fermingarfræðslu þegar hún var 12 ára gömul og heyrði prestinn tala um mikilvægi þess að sigrast á ótta sínum. Í kjölfarið var hún staðráðin í því að hún ætlaði að starfa við sinn helsta ótta, sem var lofthræðsla, og er í dag útskrifuð með atvinnuflugmannsréttindi og starfar sem flugfreyja hjá Icelandair.

Helga hefur vakið mikla lukku á samfélagsmiðlinum TikTok í sumar þar sem hún gefur öðrum flugfreyjum innsýn í förðunar- og hárrútínu sína fyrir flug. 

Hvernig málar þú þig fyrir flug?

„Fyrir flug fer það eftir því hvenær ég á að mæta. Fyrir morgunflug er þetta fimm mínútna prógram – ég nota andlitskrem með sólarvörn og smá lit, sólarpúður, kinnalit, augabrúnagel og smá varalit.

Við mætum oftast upp úr klukkan þrjú þegar við förum til Ameríku svo þá á ég það alveg til að prófa nýja hluti og eyða meiri tíma í að gera mig til. Um daginn var ein flugfreyjan með svo gordjöss bláan maskara og „eyeliner“ að nú er það nýjasta sem mig langar, að fara prófa mig áfram með að vera með svona sterka liti dagsdaglega.“

Það er misjafnt hve löngum tíma Helga Rós eyðir í …
Það er misjafnt hve löngum tíma Helga Rós eyðir í að gera sig til fyrir flug, en hún er óhrædd við að prófa sig áfram með skemmtileg lúkk.

Hvaða snyrtivörur eru í mestu uppáhaldi fyrir flugið?

„Origins og Marc Inbane dagkrem með sólarvörn þar sem maður verður fyrir meiri geislun uppi í háloftunum – þá munar um sólarvörnina þegar maður starfar við þetta. Svo er það Elf Brow Lift augabrúnagelið, Hoola Glow sólarpúðrið, Milani Luminoso kinnaliturinn og Mac Russian Red varaliturinn. Rauður varalitur er alltaf svo klassískur og fæ oft hrós frá fólki þegar ég er með hann.“

Rauður varalitur er klassískur og klikkar aldrei.
Rauður varalitur er klassískur og klikkar aldrei.

Hvernig græjar þú hárið fyrir flug?

„Ég er með rosalega mikið krullað og liðað hár þannig þetta eru miklar pælingar hjá mér og ég geri mér alveg grein fyrir að það eru kannski fáir sem spá svona mikið í hárinu á sér. Ég er oftast með hárið mitt planað sirka viku fram í tímann, þá varðandi hvort ég vilji vera með mínar krullur eða hvort ég blási það slétt eða sofi með rúllur í hárinu. Það er svo margt sem spilar inn í þetta að ég efast um að ég nái að koma því eðlilega frá mér. En ég hef lengi haft áhuga á hári og er rosalega vön því að vinna í kringum hárið mitt.

Sem dæmi fer ég aldrei með nýþvegið hár til Ameríku þar sem ég vil nota sem minnst af mótunnar efnum í hárið á leiðinni út. Ef maður setur mikið hársprey eða gel þá er maður rosa „committed to it“ þar sem annað hvort er hárið þannig í þessa tæpu þrjá daga sem Ameríkuferðirnar eru taka eða þarf að þvo efnin úr hárinu. Ég hef gert þau mistök einu sinni að halda að ég komist upp með að nota sjampó og hárblásara á hótelunum. Geri það ekki aftur. Eins ef það á að rigna eða er mikill raki og heitt, þá fer ég oftast með mínar krullur út þar sem sama hvað koma þær með mér heim. Ég fer mjög sjaldan með sömu greiðsluna tvisvar til Ameríku þar sem ég hef meiri tíma þá áður en ég þarf að leggja af stað og er oft að prófa nýja hluti.

Ég á svo tvo snúða, þá fyrir krullað eða slétt hár, sem ég nota og græja hárið á tveimur mínútum fyrir morgunflugin til Evrópu þar sem ég vil hafa þetta einfalt á morgnanna og frekar vera vel útvhíld í vinnunni. Með krullað hár er þetta annað hvort smá svona „low messy bun“ eða „french twist“, en síðarnefndi snúðurinn tekur 30 sekúndur þegar hann heppnast en mér finnst.

Með slétt hár er það annað hvort bara að snúa hárið upp í einfaldan snúð með tveimur spennum sem kallast „Spin Pins“, eða setja hárið í tagl og rúlla því upp utan um kraminn hár-kleinuhring og spenni upp.“

„Ég miða líka bara við að þvo hárið á mér 5-7 daga fresti og reyni þá oft að láta það passa þannig að ef ég á nokkur morgunflug í röð að ég sé þá að þvo á mér hárið undir lokin á þeim flugum svo ég geti verið með slick back snúð sem þarf alveg þó nokkuð gel og hársprey. Þessar pælingar eru smá mikið og alls ekki nauðsynlegar, en ég hef gaman að þessu.“

Helga Rós er með fallegt krullað hár og er með …
Helga Rós er með fallegt krullað hár og er með heilmikið skipulag í kringum það.

Eru einhverjar hárvörur í uppáhaldi hjá þér?

„Ég þoli ekki að hafa hlutina óþæginlega eða flókna svo ég nota aldrei venjulegar spennur þar sem mér finnst ég bara þurfa of margar og þær stinga svo í hausinn. Í staðinn notaég Spin Pins sem eru eins og skrúfur og ég þarf oftast bara tvær til að halda öllu mínu hári allan daginn. Eins nota ég oftar gormateygjur en venjulegar teygjur þar sem gormateygjan skilur ekki eftir far í hárinu og ég vil halda hárinu eins mikið frá því að þurfa þvo og stíla upp á nýtt.

Svo eru vörurnar frá Label.M til í ofurmagni heima hjá mér og ég nota rosalega mikið Weightless Souffle frá þeim til að fríska upp á krullurnar mínar og eins hef ég bara notað sjampó frá þeim síðastliðið ár en nota sjaldan sama sjampóið tvisvar í röð. Er aðallega að nota Anti Frizz og Thickening-línurnar frá þeim, var einmitt að fá nýja „leave in“ hárnæringu frá þeim sem ég er að byrja prófa.

En mér finnst líka algjört dekur að setja góðan hármaska í hárið og næra það vel, þá á ég þrjá sem ég hef verið að nota mest og finnst þeir allir æðislegur en eru mis dýrir. Það eru L'Oréal Dream Lengths og K18-maskinn.“

Helga Rós á nokkrar uppáhaldsvörur.
Helga Rós á nokkrar uppáhaldsvörur.

„Svo elska ég að vera með stórt og mikið hár og var að bæta inn vöru sem ég er ótrúlega ánægð með og kom mér virkilega á óvart, en það er L'oreal Dream Lengths froðan. Ég hef bara aldrei fundið froðu sem ég fíla og finnst þær oft bara gera hárið of hart og láta það virðast skítugt eða bara gera ekki neitt en þessi er æði og finn ekki fyrir henni í hárinu og get alveg greitt í gegnum það en heldur samt allri lyftingu í hárinu. En ég spreyja samt alltaf aðeins af Label.M Texturising Volume spreyinu fyrir enn meira volume, Dolly Parton er mín fyrirmynd þegar kemur að volume og vil hafa hárið eins stórt og hægt er.“

Helga Rós kann vel við sig í flugfreyjustarfinu.
Helga Rós kann vel við sig í flugfreyjustarfinu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda