Laufey í hátísku í Ástralíu

Uppselt er á alla tónleika Laufeyjar í Ástralíu.
Uppselt er á alla tónleika Laufeyjar í Ástralíu.

Djasssöngkonan Laufey Lín Jónsdóttir er mætt til Ástralíu og spilaði fyrir fullu húsi í Melbourne um helgina. Næstu tónleikar hennar verða í kvöld aftur í Melbourne, þaðan fer hún til Brisbane og loks til Sydney. Þá mun hún koma fram í óperuhúsinu fræga í Sydney. Uppselt er á alla tónleika hennar í Ástralíu. 

Fötin hennar í Melbourne voru ekki af verri endanum en þau voru úr haust- og vetrarlínu franska tískuhússins Chloé. Línan fékk gríðarlega athygli þegar hún var sýnd á tískuvikunni í París í febrúar síðastliðnum og hafði mikil áhrif á tískuheiminn. Fötin voru hippaleg og kvenleg í anda Chloé.

Laufey klæddist fölbleikum kjól, ljósri slá yfir og var með stórt gullitað hálsmen.

Falleg litasamsetning.
Falleg litasamsetning.
Kjóllinn er hippalegur og rómantískur.
Kjóllinn er hippalegur og rómantískur.
Kjóllinn er úr haust- og vetrarlínu Chloé 2024/2025.
Kjóllinn er úr haust- og vetrarlínu Chloé 2024/2025.

Það má finna mjög svipaðan kjól frá Chloé á bresku vefversluninni Net-a-Porter. Þar er hann í ljósgrænum lit.

Mjög svipaðan kjól frá Chloé má finna á Net-a-Porter. Hann …
Mjög svipaðan kjól frá Chloé má finna á Net-a-Porter. Hann kostar tæpar 460 þúsund krónur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál