Skærbleik dragt Bryndísar keypt á útsölu í Lettlandi

Bryndís er hrifin af björtum litum.
Bryndís er hrifin af björtum litum. Ljósmynd/Karítas Guðjónsdóttir

Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokkinn valdi sér skærbleika dragt fyrir þingsetninguna nú á dögunum. Liturinn heillaði Bryndísi sem keypti dragtina á útsölu í Lettlandi.

„Ég var svo glöð þegar ég sá hana því þetta er svo bjartur og fallegur litur,“ segir Bryndís. „Mér finnst bleikur fallegur og táknrænn þessa dagana. Svo er ég rosalega mikið fyrir liti og ákvað fyrir nokkrum árum að reyna að hætta algjörlega að klæða mig í svart.“

Hún segist ekki hafa verið lengi að velja sér föt fyrir tilefnið. „Ég er svo lánsöm að eiga stóran og mikinn fataskáp. Ég hafði séð fyrir mér að nota dragtina í brúðkaup í sumar en komst hreinlega ekki í það að stytta buxurnar. Stubbar eins og ég þurfum gjarnan að stytta buxur. Svo ég náði því fyrir þingsetninguna,“ segir Bryndís. 

Fylgihlutirnir sem hún valdi í stíl voru dökkbleikir Guess-skór sem hún keypti fyrir nokkrum árum og færeyskir eyrnalokkar úr fiskiroði. „Veskið er svo vintage frá Gyllta kettinum sem er ein af mínum uppáhaldsbúðum hér á landi.“

Bryndís valdi dökkbleika skó frá Guess við dragtina.
Bryndís valdi dökkbleika skó frá Guess við dragtina. Ljósmynd/Karítas Guðjónsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál