Ný fatalína frá Iceguys komin í sölu

Línan verður líklegast vinsæl á meðal yngri kynslóðarinnar.
Línan verður líklegast vinsæl á meðal yngri kynslóðarinnar.

Strákahljómsveitin vinsæla Iceguys hefur í samstarfi við Símann gefið út fatalínu sem er ætluð aðdáendum á öllum aldri. Fyrsta sería þáttanna um hljómsveitina sló áhorfsmet í Sjónvarpi Símans og önnur sería er handan við hornið. Það má búast við að fatnaðurinn verði vinsæll og þá aðallega á meðal yngri kynslóðarinnar. 

„Það er ótrúlega gaman að vinna með þessum hópi, hann er ótrúlega skapandi og ekki vantar fjörið í strákana. En það komu fram miklu fleiri góðar hugmyndir við gerðina á þessari línu en hægt var að útfæra. Kannski koma þær síðar, hver veit,“ segir Ingólfur Norðdahl í markaðsdeild Símans í fréttatilkynningu.

Línan verður líklegast vinsæl á meðal yngri kynslóðarinnar.
Línan verður líklegast vinsæl á meðal yngri kynslóðarinnar.

Sérstakt hálsmen og gallahattur

Í fatalínunni má finna boli, hettupeysu, hatt úr gallaefni og sérstakt Iceguys-hálsmen. „Gemmér, gemmér-bolurinn“ er tileinkaður nýjasta lagi sveitarinnar á líklega eftir að slá í gegn en að framan er stór mynd af strákunum og á baki er textabrot úr laginu sjálfu.

„Við erum ótrúlega spenntir fyrir þessari línu, biðin eftir annarri þáttaröð styttist og það er að verða uppselt á fimm tónleika í Laugardalshöll. Við erum auðvitað rosalega þakklátir fyrir þessa stemningu í okkar garð og nú hlakka ég til að sjá Iceguys búningana á Hrekkjavöku og vona auðvitað líka að okkar fólk í Icegang mæti í fullum skrúða í Höllina í desember,“ segir Jón Jónsson einn meðlima hljómsveitarinnar.

Hálsmenið kemur í skartgripaöskju.
Hálsmenið kemur í skartgripaöskju.
Hattur úr gallaefni.
Hattur úr gallaefni.
Textinn úr laginu Gemmér gemmér er aftan á bolnum.
Textinn úr laginu Gemmér gemmér er aftan á bolnum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda