Björn Boði Björnsson, fyrirsæta hjá Ey Agency Models og fyrrverandi flugþjónn hjá Icelandair, er með helstu tískustrauma heimsins á hreinu. Hann er búsettur í New York og er iðulega eins og klipptur út úr tískublaði eins og gamli skólinn myndi orða það.
Í morgun birti hann ljósmyndir af sér í stórborginni þar sem hann skartaði leðurskóm frá Ítalska tískuhúsinu Prada.
Við skóna var hann í hvítum sokkum, hnésíðum stuttbuxum, í prjónaðir peysu með hatt.
Ítalska tískuhúsið Prada nýtur mikilla vinsælda þessa dagana og þegar skóbúnaður Björns Boða er skoðaður nánar kemur í ljós að hann skartar Chocolate brushed leather loafers. Þessi týpa af skóm kemur í tveimur litum; svötum og dökkbrúnum. Kostar parið 920 pund eða 163.879 kr. séu skórnir keyptir splunkunýir út úr búð eða af netverslun.
Þessi týpa af skóm er með klassísku mokkasínusniði og með frekar mjúkum botni - ekki grjóthörðum. Framan á ristinni er hið eftirsótta Prada-lógó á þríhyrningslaga skildi. Þessi Prada-skjöldur er svolítið eins og orða, bara flottari. Passar við allt myndu einhverjir segja.
Björn Boði er ekki eini Íslendingurinn sem kann að meta þessa yfirnáttúrulega smart Ítölsku hönnun. Skoðanabróðir hans í tískutrúnni, Guðmundur Birkir Pálmason, Gummi kíró, elskar líka Prada en á góðviðrisdegi skartaði hann 150.000 kr. hlýrabol frá merkinu með hinum eftirsótta Prada-skildi.
Fólk sem kann að meta Prada veit að það að kaupa eitthvað frá þessu eftirsótta ítalska tískuhúsi er yfirleitt alltaf góð hugmynd. Þar að segja ef fólk hefur efni á því. Slíkur varningur er auðseljanlegur á síðum sem selja notaðar merkjavörur og því líklegt að hægt sé að koma góssinu í verð ef kreppir að.