Laufey vakti athygli á rauða dreglinum

Laufey klæddist kjól frá ameríska tískuhúsinu Rodarte.
Laufey klæddist kjól frá ameríska tískuhúsinu Rodarte. Ljósmynd/AFP

Íslenska tónlistarundrið Laufey Lín Jónsdóttir geislaði á rauða dreglinum á CFDA-tískuhátíðinni í New York í gærkvöldi. Þar fór hún aðrar leiðir í fatavali og förðun en hún hefur áður gert.

Laufey klæddist fötum frá ameríska tískuhúsinu Rodarte. Kjóllinn var síður, svartur og silfurlitaður og skreyttur pallíettum. Kjóllinn er úr haust- og vetrarlínu tískuhússins fyrir veturinn 2024/2025. Augun voru förðuð í ljósfjólubláaum lit sem var skemmtileg andstæða við fatavalið. Hárið var tekið aftur. 

CFDA-verðlaunin voru stofnuð árið 1981 og eru þau virtustu í tískuheiminum. Þar er amerískri fatahönnun, blaðamennsku, listrænni sýn, persónulegum stíl og fleiru tengd tísku gert hátt undir höfði og veitt verðlaun fyrir. Hefð er fyrir að klæðast amerískri tísku á rauða dreglinum. 

View this post on Instagram

A post shared by laufey (@laufey)




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda