Inga Sæland fékk jakkann að gjöf frá góðhjartaðri konu

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, klæddist gulum jakka í kappræðunum …
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, klæddist gulum jakka í kappræðunum í Hádegismóum í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, mætti í heiðgulum jakka á leiðtogakappræður Morgunblaðsins sem fóru fram á mbl.is í gær. Inga var í svörtum bol og í svörtum buxum við jakkann.

Sjálfur er jakkinn aðsniðinn, einhnepptur og með svörtum tölum. Þegar Inga Sæland var spurð að því hvar hún hafi fengið jakkann sagðist hún hafa fengið hann af gjöf frá góðhjartaðri konu á Akranesi. 

Eftir að kappræður birtust á mbl.is sendi lesandi inn spurningu varðandi það hvort það mætti klæðast gulum lit yfir vetrartímann. 

Stutta svarið er já, ef liturinn klæðir þig.

Það fer Ingu Sæland vel að vera í sterkum litum því þetta síða mikla hár kallar á eitthvað annað en svart og grátt og náttúruliti. Að mati Smartlands má Inga Sæland klæðast gulu allan ársins hring!

Jakkinn er einhnepptur með svörtum tölum.
Jakkinn er einhnepptur með svörtum tölum. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda