Jólin eru tími fyrir nýjan ilm, hvort sem það er gjöf fyrir þig eða annan. Þó að það sé skynsamlegt að halda sig við sama ilminn þá er mun skemmtilegra að prófa nýja inn á milli og nota jafnvel tvo til skiptis. Á veturna er algengt að færa sig í þyngri ilmi og jafnvel með örlitlu kryddi í kringum hátíðarnar. Hafðu í huga að ilmurinn á að ýta undir góða líðan en ekki taka frá þér orku eða athygli.
Kardimomma, sverðlilja, fjóla og ambrox blandast saman í þessari reykkendu viðarblöndu sem inniheldur ástralskan sandalvið, papýrus og sedrusvið. Ilmur sem hentar öllum kynjum. Santal 33 frá Le Labo, fæst í Mikado Reykjavík, 50 ml kosta 35.990 kr.
Léttkryddaður ilmur samsettur úr peru, pipar og bergamot. Mjúkur og þroskaður ilmur sem hentar öllum kynjum. Black Musk frá The Body Shop, 30 ml kosta 4.670 kr.
Djarfur og nútímalegur ilmur með sandalviði. Million Gold frá Paco Rabanne, 50 ml kosta 16.499 kr.
Kvenlegur ilmur með blóma- og viðarnótum. Sólber, jasmín, patchouli og vanilla einkenna ilminn. Sí Passione frá Giorgio Armani, 50 ml kosta 21.999 kr.
Nýr og ferskur ilmur sem er ný túlkun á hinum goðsagnakennda ilmi Libre fré Yves Saint Laurent. Þessi ilmur heitir Flowers & Flames og kosta 50 ml 20.499 kr.
Sí frá Giorgio Armani er glæsilegur og klassískur ilmur. 30 ml kosta 13.999 kr.
Bjartur ilmur með blöndu af appelsínu, vanillu og heslihnetum. Devotion frá Dolce & Gabbana, 50 ml kosta 21.499 kr.
Nýr og flauelsmjúkur blómailmur. La Vie Est Belle frá Lancome, 50 ml kosta 13.999 kr.
Þessi rómantíski ilmur er með sandalviði, krydduðum kanil og múskati. 04 Bois de Balincourt ilmolía frá Maison Louise Marie, 15 ml kosta 11.900 kr. Fæst í Andrá.
Ilmur sem minnir á lyktina í Reykjavík. Sólber, vanilla og kúmín einkenna ilminn No. 101 frá Fischer-sundi. 50 ml kosta 26.900 kr.
Ilmolía sem inniheldur hreinar og óblandaðar olíur og er laus við burðarolíur, vatn og alkóhól. Ilmurinn endist mjög lengi. Poppy inniheldur appelsínu, sítrónu og rós. 8 ml kosta 11.990 kr. og fást í Nola.
Ilmur sem geislar af orku og samanstendur af blómvendi Rabanne og inniheldur hvít blóm, glitrandi rós og ávanabindandi steinefnamoskus. Million Gold for Her frá Rabanne, 30 ml kosta 13.599 kr.
Hlýr og sætur ilmur sem er fullkominn fyrir unga fólkið. Cosmic frá Kylie Jenner, 30 ml kosta 8.199 kr.
Pipar, sandalviður og patchouli-planta er ferskur og góður ilmur sem endist lengi. Ilmur 602 frá Bon Parfumeur fæst í Yeoman Reykjavík og kostar 9.900 kr.
Ber, saffran og viður sameinast í þessum ilmi sem hentar fyrir öll kyn. Ilmur 903 frá Bon Parfumeur fæst í Yeoman Reykjavík og kostar 9.900 kr.
Hrár og óhefðbundinn ilmur fyrir þá sem vilja eitthvað öðruvísi. Marrakesh Intense einkennist af viðarkenndum, krydduðum nótum ásamt ferskum blómum. Ilmurinn er frá Aesop og fæst í Mikado, 50 ml kosta 22.990 kr.
JEST er vanillubomba þar sem plómur og epli eru blönduð með dökku rommi og súkkulaði. Ilmurinn minnir á vorið sem er þó fjarri. JEST frá Andreu Maack, 50 ml kosta 23.000 kr.
Kraftmikill blómailmur sem inniheldur jasmín, mandarínutóna, sandalvið og patchouli-plöntu. Flora frá Gucci kemur í einstaklega fallegri flösku og kosta 30 ml 13.999 kr.
Dásamlegur ilmur fyrir þá vandlátu. Inniheldur kínverskan pipar, fíkjur og kasmírvið. Eleventh Hour frá Byredo, 100 ml kosta 43.590 kr.
Moringa-líkamsspreyið er með ferskum blómailmi fyrir þá daga sem léttleikinn fær að ráða. Moringa er frá The Body Shop og kostar 2.970 kr.
Klassískt ilmvatn sem er í uppáhaldi hjá mörgum frá L'Occitane. Ambre er sætur balsamik-ilmur með ferskum tón af bergamót, vanillu, muskus og patchouli-plöntu. 50 ml eru á 10.390 kr.
Sol De Janeiro er mjög vinsælt á meðal yngri kynslóðarinnar og þetta hár- og líkamssprey mun líklega slá í gegn sem gjöf. Brazilian Crush er með vanillu og saltkaramellukeim og fæst í Maí Verslun. 240 ml kosta 6.990 kr.
Mjúkur viður með blöndu af ferskju, sandalviði og kókoshnetu. Radio Bombay frá DS&Durga fæst í Aftur og kosta 50 ml 29.800 kr.