Kristrún negldi sig inn í ríkisstjórn í 54.000 króna pallíettublússu

Kristrún Frostadóttir klæddist pallíettupeysu frá Polo Ralph Lauren sem fæst …
Kristrún Frostadóttir klæddist pallíettupeysu frá Polo Ralph Lauren sem fæst í Mathilda og Collections. mbl.is/Eyþór Árnason

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, kom sá og sigraði í kosningabaráttunni. Í kosningabaráttunni afsannaði hún þá kenningu að Samfylkingarkonur vildu helst klæðast víðum kjólum með skökku hálsmáli og vera með hraunmola úr íslenskri náttúru um hálsinn. 

Kristrún var meira að vinna með fatastíl uppanna sem áttu upp á pallborðið á níunda áratugnum. Upparnir voru alltaf glerfínir til fara og með síðan topp sem þeir slengdu til hliðar þegar mikið lá við. 

Í gærkvöldi skartaði Kristrún pallíettublússu frá ameríska merkinu Polo Ralph Lauren. Merkið er vinsælt hjá vel stæðum könum sem elska að spila golf og reykja vindla og svo hefur íslenska sumarkonan líka fyllt allar skúffur í sínum fataskáp af góssi sömu tegundar. 

Pallíettublússan sem Kristrún klæddist kostar 54.990 kr. og fæst í Mathilda í Kringlunni og í Smáralind, en líka í Collections á Hafnartorgi. Í dag er hægt að fá blússuna á 20% afslætti í tilefni af Svörtum föstudegi sem er afláttardagur að amerískum sið sem Íslendingar hafa tekið upp af miklum móð. 

Pallíettublússan gerði gott mót í Kolaportinu í gærkvöldi þar sem Samfylkingin var með kosningavöku. 

Hér má sjá þessa sigurflík sem gerði allt vitlaust í …
Hér má sjá þessa sigurflík sem gerði allt vitlaust í Kolaportinu í gærkvöldi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda