Kaupir alltaf eitthvað nýtt fyrir jólin

Það má alltaf finna tilefni fyrir svartan síðkjól.
Það má alltaf finna tilefni fyrir svartan síðkjól. Morgunblaðið/Karítas

Tískudrottningin Gulla Bjarnadóttir færir okkur innblástur fyrir komandi hátíð. Hún segir verslanir stútfullar af fallegum jólafötum og íhugar sjálf að klæðast gulllitaðri dragt um jólin.

Gulla Bjarna er förðunarfræðingur, verslunarstjóri í Collections á Hafnartorgi ásamt því að stjórna hlaðvarpinu Í alvöru talað! með góðri vinkonu sinni Lydíu Ósk Ómarsdóttur. Þar sameinast þær í mennskunni með dass af fíflagangi. Hún segir gæðamikil efni eins og silki og slétt flauel einkenna jólatískuna í ár.

„Einnig eru metal-efni eins og gull, silfur og auðvitað allar pallíetturnar, glimmerið og perlunar líkt og síðustu ár. Fallegar og vel sniðnar dragtir sem hægt er að dressa upp og niður auðveldlega með réttum aukahlutum og margnýta við hvers kyns tilefni. Það koma alltaf fallegir kjólar á þessum árstíma og því tilvalið að kaupa sér kjól fyrir hátíðarnar sem hægt er að nota aftur á þorrablótum og árshátíðum stuttu eftir áramót,“ segir Gulla.

„Hátíðarnar eru líka hárréttur tími til þess að draga fram fínu pelsana sína jafnt sem gerviloðspelsana því framleiðsla þeirra hefur tekið svo miklum framförum og eru mun áferðarfallegri en áður. Draumurinn er og verður alltaf shearling-pelsarnir frá danska merkinu Utzon. Þeir eru í sérflokki og sannkölluð lífstíðareign.“

Kaupir þú alltaf eitthvað nýtt fyrir jólin?

„Já, ég kaupi mér alltaf eitthvað nýtt fyrir jólin því ég heillast svo af ríkulegum efnum og statement-flíkum. Jólaflíkurnar eru fullkomnar til að bæta einhverju gliti og glamúr við í fataskápinn.“

Gulla er löngu byrjuð að hugsa út í það í hverju hún ætlar að vera um jólin. „Það sem er mér efst í huga núna er gulldragtin frá Dea Kudibal sem ég er nýbúin að bæta við í fataskápinn hjá mér. Ég er mjög hrifin af henni því ég get notað hana eftir jólin líka. Jakkinn getur poppað upp allar buxur og buxurnar get ég líka notað hversdags við fallegar prjónapeysur eða hvað sem mér dettur í hug,“ útskýrir hún.

Hvað er það sérstakasta við jólin?

„Dásamleg samvera með fólkinu sem ég elska. Þegar öllu er á botninn hvolft er það það eina sem skiptir raunverulega máli.“

Ertu mikið jólabarn?

„Já! Ég er algjör jólakúla og byrja að hlusta á jólalög í nóvember og skreyta. Mér finnst allt við jólin æðislegt. Ég elska ilminn af jólailmkertum, gera fallegt og jólalegt í kringum mig.“

Hvað er ómissandi?

„Friðsælar fjölskyldustundir, góður matur, konfekt og fólkið sem ég elska.“

Hvað langar þig að fá í jólagjöf?

„Utzon-pels að sjálfsögðu.“

Hvernig verða jólin hjá þér?

„Jólin verða með hefðbundnu sniði á mínu heimili eins og undanfarin ár. Dásamlegu tengdaforeldrar mínir koma alltaf í mat og er mér það mjög dýrmætt. Einnig ætla ég að gefa mér tíma til þess að vera lengi á náttfötunum, lesa góðar bækur og borða mikið konfekt.“

Morgunblaðið/Karítas
Svarta dragtin er frá Boss og hefur mikið notagildi.
Svarta dragtin er frá Boss og hefur mikið notagildi.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda