Þetta eru skórnir sem verða í tísku á árinu

Skór frá Bally, Bottega Veneta, Hermés og Miu Miu.
Skór frá Bally, Bottega Veneta, Hermés og Miu Miu. Samsett mynd

Fram undan eru bjartari tímar með betri færð og betri skóm. Skótískan þetta árið er fjölbreytt en það sem stendur upp úr er að gömlu góðu klossarnir eru komnir aftur eftir tíu ára „fjarveru“ úr tískuheiminum. Bóhemtískan er nefnilega snúin aftur og verður áberandi í vor með klossum, flæðandi skyrtum og útvíðum gallabuxum. Strigaskórnir breytast úr því að vera groddaralegir og eru orðnir meira straumlínulaga og gamaldags.

Þetta eru skórnir sem verða helst í tísku á árinu.

Klossar

Heilt yfir eru klossar yfirleitt mjög klassískir skór í tískuheiminum sem ganga upp við flæðandi kjóla, útvíðar buxur og rúskinnsjakka yfir hlýrri mánuðina. Þó eru þeir mun meira áberandi þetta árið en fyrri ár. Tískuhús eins og Chloé, Hermés, Miu Miu, Ulla Johnson, Burberry og Rachel Comey eru öll með sínar útgáfur, bæði með háum og lágum hæl.

Klossar með lágum hæl frá franska tískuhúsinu Hermes fyrir vor/sumar …
Klossar með lágum hæl frá franska tískuhúsinu Hermes fyrir vor/sumar 2025. Ljósmynd/Hermes
Þessir skór eru frá íslenska skó- og fylgihlutamerkinu Kalda.
Þessir skór eru frá íslenska skó- og fylgihlutamerkinu Kalda.

„Gamaldags“ strigaskór

Eftir nokkur ár af groddaralegum strigaskóm með þykkum botni voru það hinir sívinsælu Adidas Samba sem tóku við fyrir um það bil tveimur árum. Þeir hafa verið úti um allt síðustu sumur og eru enn vinsælir. Hins vegar mátti sjá meira straumlínulaga og gamaldags strigaskó á tískupöllunum. Miu Miu var með litskrúðuga útgáfu og tískuhúsin Proenza Schouler, Loewe og Gucci með útgáfur í minna áberandi litum. Það er einnig komið að því að sækja gömlu góðu Puma Speedcat í geymsluna því það má búast við að þeir verði augljós kostur fyrir þá sem eru tilbúnir í þessa bylgju.

Strigaskórnir frá Miu Miu fyrir vor/sumar 2025 voru litríkir sem …
Strigaskórnir frá Miu Miu fyrir vor/sumar 2025 voru litríkir sem er fín tilbreyting frá hvítu strigaskónum. Ljósmynd/Miu Miu
Uppháir strigaskór stíliseraðir með stuttum kjólum hjá Loewe.
Uppháir strigaskór stíliseraðir með stuttum kjólum hjá Loewe. Ljósmynd/Loewe
Sumir fagna en aðrir hræðast endurkomu Speedcat-skónna frá Puma. Þeir …
Sumir fagna en aðrir hræðast endurkomu Speedcat-skónna frá Puma. Þeir verða mjög áberandi í sumar. Ljósmynd/Instagram

Klassískar mokkasínur

Þetta eru skór sem fara aldrei úr tísku en hafa verið mjög vinsælir á meðal tískuáhrifavalda síðustu mánuði. Stjörnur eins og Hailey Bieber og Kendall Jenner hafa klæðst mokkasínum við gallabuxur, stuttermabol og rykfrakka. Klassískt. Tískuhús eins og Tod's, Prada, Miu Miu og Bottega Veneta sendu mokkasínur úr hanskaleðri niður tískupallana, mun mýkri en fyrri útgáfur. Þetta verður hversdagsskórinn í vor.

Hvítar mokkasínur úr hanskaleðri frá Miu Miu.
Hvítar mokkasínur úr hanskaleðri frá Miu Miu. Ljósmynd/Miu Miu
Frá vor- og sumarlínu Bottega Veneta fyrir árið 2025.
Frá vor- og sumarlínu Bottega Veneta fyrir árið 2025. Ljósmynd/Bottega Veneta
Svartar mokkasínur frá Bottega Veneta úr glansandi leðri.
Svartar mokkasínur frá Bottega Veneta úr glansandi leðri. Ljósmynd/Instagram

Stígvél með dýramynstri

Stígvél eru auðvitað ekki miklir sumarskór en hér á landi getur maður nánast notað þau allan ársins hring. Fyrir vorið eru þau hins vegar ekki svört eða brún heldur fær dýramynstrið að njóta sín. Sebra-, snákaskinns- og hlébarðamynstruð stígvél voru á tískusýningum hjá Ganni og Valentino. Stígvél með dýramynstursáferð verða líka vinsæl ef þú ert ekki alveg tilbúin í mynstrið sjálft.

Dýramynstur frá toppi til táar frá danska fatamerkinu Ganni.
Dýramynstur frá toppi til táar frá danska fatamerkinu Ganni. Ljósmynd/Ganni
Stígvél úr snákaskinnsmynstri frá Valentino.
Stígvél úr snákaskinnsmynstri frá Valentino. Ljósmynd/Valentino
Stígvél með dýramynstri frá Zöru.
Stígvél með dýramynstri frá Zöru.

Rokkaðir „Mary-Janes“

Skórnir sem oft hafa verið kenndir við breska skólabúninga eru Mary Jane-skórnir. Nafnið kemur þó upphaflega frá teiknimyndasögunni Buster Brown og Mary Jane sem klæddist svipuðum skóm í sögunum. Það sem einkennir skóna er bandið yfir ristina. Þetta árið koma þeir í ögn rokkaðri útgáfu en áður og þá sérstaklega frá tískuhúsunum Simone Rocha, Bally og Tory Burch.

Stelpulegir Mary Jane-skór á tískupalli Simone Rocha.
Stelpulegir Mary Jane-skór á tískupalli Simone Rocha. Ljósmynd/Simone Rocha
Töffaralegir og rauðir Mary Jane-skór frá Bally.
Töffaralegir og rauðir Mary Jane-skór frá Bally. Ljósmynd/Bally

Fylltir hælar

Allra augu hafa verið á listrænum stjórnanda Chloé, Chemenu Kamali, sem tók yfir á síðasta ári. Hún er talin aðaláhrifavaldur þess að fylltu hælarnir eru komnir aftur því mikilla bóhemáhrifa gætir í fatalínum hennar. Tískuhús eins og Saint Laurent, Dries Van Noten og Ferragamo fylgdu eftir með eigin útgáfur og því má finna fyllta hæla við allra hæfi. Það er líka hægt að slá tvær flugur í einu höggi og fjárfesta í klossum með fylltum hæl.

Fylltir bóhemhælar voru áberandi hjá Chloé í vorlínunni.
Fylltir bóhemhælar voru áberandi hjá Chloé í vorlínunni. Ljósmynd/Chloé
Fylltir hælar frá Dries Van Noten.
Fylltir hælar frá Dries Van Noten. Ljósmynd/Dries Van Noten
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda