Björk óþekkjanleg skreytt 97 þúsund kristöllum

Björk var skreytt 97 þúsund Svarowski-kristöllum í viðtali við Zane Lowe fyrir Apple Music. Þetta er fyrsta sjónvarpsviðtal Bjarkar í tíu ár. Í viðtalinu talar Björk um tónlistina, umhverfið og kvikmyndina- og sýninguna Cornucopia sem Apple sýnir síðar í dag.

Klæðnaður Bjarkar vakti mikla athygli í viðtalinu en hún klæddist kjól og slæðu sem náði yfir höfuð og andlit. Fötin voru skreytt 97 þúsund marglitum Swarovski-kristöllum frá fatahönnuðinum Robert Wun. Það tók yfir 1.430 klukkustundir að bródera steinana í fötin og allt var gert í höndum.

Robert Wun er fæddur í Hong Kong en lærði fatahönnun við London College of Fashion. Hann stofnaði fatamerkið sitt árið 2014 og hefur unnið með stórstjörnum á borð við Beyoncé, Celine Dion, Lady Gaga, Adele og nú Björk.

Gríma Bjarkar var hönnuð af James Merry en hann er maðurinn á bakvið grímurnar hennar undanfarin ár. Edda Guðmundsdóttir, stílisti, sem hefur einnig unnið með tónlistarkonunni lengi sá um stíliseringuna.

View this post on Instagram

A post shared by Björk (@bjork)

View this post on Instagram

A post shared by ROBERT WUN• (@robertwun)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda