Laufey og Pamela Anderson á sýningu Chanel

Laufey Lín Jónsdóttir og Pamela Anderson í París í morgun.
Laufey Lín Jónsdóttir og Pamela Anderson í París í morgun. Samsett mynd

Hátískulína franska tískuhússins Chanel var sýnd í París í morgun og sem fyrr var viðburðurinn stjörnum prýddur. Stórstjörnurnar Laufey Lín Jónsdóttir og Pamela Anderson voru staðsettar á fremsta bekk. Við hlið Laufeyjar var tvíburasystir hennar, Júnía.

Íslenska tónlistarundrið var klædd í hvítan jakka frá tískuhúsinu og hnésíðar stuttbuxur með klauf í stíl. Hún var í hvítum skóm með þykkum botni og svartri tá í anda Chanel og með litla gyllta Chanel-tösku. Á myndum fyrir utan sýninguna virðist hún vera að vinka til aðdáenda. Viðburðurinn er einn sá stærsti á hátískuvikunni í París.

Laufey mætir á hátískusýningu Chanel.
Laufey mætir á hátískusýningu Chanel. Ljósmynd/AFP
Tvíburasysturnar Júnía og Laufey.
Tvíburasysturnar Júnía og Laufey. Ljósmynd/AFP
Laufey vinkar til aðdáenda.
Laufey vinkar til aðdáenda. Sebastien DUPUY/AFP

Stórstjörnur mættu

Þá var mikið um leikara, söngvara og fyrirsætur á sýningunni. Kylie Jenner, Dua Lipa, Lily-Rose Depp og Marion Cotillard mættu og veifuðu aðdáendum. Hátískulínurnar frá Chanel eru sýndar tvisvar á ári, í janúar og í júlí, og er eitt helsta stolt tískuhússins. 

Vanessa Paradis.
Vanessa Paradis. Julie SEBADELHA / AFP
Franska fyrirsætan og leikkonan Ines de la Fressange.
Franska fyrirsætan og leikkonan Ines de la Fressange. Julie SEBADELHA / AFP
Pamela Anderson.
Pamela Anderson. Julie SEBADELHA/AFP
Lily-Rose Depp.
Lily-Rose Depp. Julie SEBADELHA / AFP
Dua Lipa.
Dua Lipa. Julie SEBADELHA/AFP
Marion Cotillard.
Marion Cotillard. Julie SEBADELHA/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda